Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 83
HIROSHIMA
177
aldarmataræðið nægði honum ekki, og hann fann til óþæginda af
því að vera útlendingur meðal Japana, sem sífellt voru að fyllast
meira og meira hatri á útlendingum; jafnvel Þjóðverjar voru orðn-
ir óvinsælir eftir að Föðurlandið hafði gefizt upp. Faðir Kleinsorge
var þrjátíu og átta ára gamall og leit út eins og drengur sem hefur
vaxið of ört — grannleitur í andliti, með mikið barkakýli, innfallið
brjóst, slánalega handleggi, stóra fætur. Hann gekk klunnalega,
dálítið álútur. Hann var sífellt þreyttur. I þokkabót hafði hann,
ásamt Cieslik sampresti sínum, þjáðst í tvo daga af frekar sárs-
aukafullri og illkynjaðri magaveiki, en hana kenndu þeir baunun-
um og svarta skömmtunarbrauðinu sem þeir neyddust til að eta.
Tveir aðrir prestar sem bjuggu í trúboðsstöðinni í Nobori-cho
hverfinu — yfirpresturinn faðir LaSalle og faðir Schiffer — höfðu
verið svo heppnir að losna við þennan kvilla.
Faðir Kleinsorge vaknaði um sexlevtið morguninn sem sprengj-
unni var kastað, og hálftíma síðar — hann var dálítið seinn fyrir
vegna sjúkdómsins — hóf hann að flytja messu í trúboðskapellunni,
litlu tréhúsi af japanskri gerð; í því voru engir kirkjubekkir, en
kirkjugestirnir krupu á hinum venjulegu japönsku gólfábreiðum
og sneru sér að altari sem var prýtt Ijómandi silki, látúni, silfri
og dýrmætum vefnaði. Þennan morgun, sem var mánudagur, voru
einu kirkjugestirnir herra Takemoto, guðfræðinemi sem bjó í trú-
boðshúsinu; herra Fukai, ritari trúboðsumdæmisins; frú Murata,
hin sannkristna forstöðukona trúboðsstofnunarinnar; og sam-
prestar hans. Þegar faðir Kleinsorge var að lesa þakkarbænina
eftir messu heyrðist hættumerkið. Hann hætti við guðsþjónustuna
og trúboðarnir gengu gegnum stofnunina yfir í stærra húsið. Þar
fór faðir Kleinsorge inn í herbergi sitt á neðstu hæð, hægra megin
við aðaldyrnar, og klæddi sig í hereinkennisföt sem hann hafði
fengið þegar hann kenndi við Rokko miðskólann í Kobe, en hann
fór alltaf í þau þegar hætta var á loftárásum.
Ef hættumerki var gefið fór faðir Kleinsorge ævinlega út og leit
til himins, og þegar hann kom út í þetta sinn varð hann feginn að sjá
aðeins þessa einu veðurrannsóknarvél sem daglega flaug yfir
Hiroshima um þetta leyti. Hann var þess fullviss að ekkert myndi
gerast og fór inn aftur og snæddi morgunverð með hinum prest-
12