Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 83
HIROSHIMA 177 aldarmataræðið nægði honum ekki, og hann fann til óþæginda af því að vera útlendingur meðal Japana, sem sífellt voru að fyllast meira og meira hatri á útlendingum; jafnvel Þjóðverjar voru orðn- ir óvinsælir eftir að Föðurlandið hafði gefizt upp. Faðir Kleinsorge var þrjátíu og átta ára gamall og leit út eins og drengur sem hefur vaxið of ört — grannleitur í andliti, með mikið barkakýli, innfallið brjóst, slánalega handleggi, stóra fætur. Hann gekk klunnalega, dálítið álútur. Hann var sífellt þreyttur. I þokkabót hafði hann, ásamt Cieslik sampresti sínum, þjáðst í tvo daga af frekar sárs- aukafullri og illkynjaðri magaveiki, en hana kenndu þeir baunun- um og svarta skömmtunarbrauðinu sem þeir neyddust til að eta. Tveir aðrir prestar sem bjuggu í trúboðsstöðinni í Nobori-cho hverfinu — yfirpresturinn faðir LaSalle og faðir Schiffer — höfðu verið svo heppnir að losna við þennan kvilla. Faðir Kleinsorge vaknaði um sexlevtið morguninn sem sprengj- unni var kastað, og hálftíma síðar — hann var dálítið seinn fyrir vegna sjúkdómsins — hóf hann að flytja messu í trúboðskapellunni, litlu tréhúsi af japanskri gerð; í því voru engir kirkjubekkir, en kirkjugestirnir krupu á hinum venjulegu japönsku gólfábreiðum og sneru sér að altari sem var prýtt Ijómandi silki, látúni, silfri og dýrmætum vefnaði. Þennan morgun, sem var mánudagur, voru einu kirkjugestirnir herra Takemoto, guðfræðinemi sem bjó í trú- boðshúsinu; herra Fukai, ritari trúboðsumdæmisins; frú Murata, hin sannkristna forstöðukona trúboðsstofnunarinnar; og sam- prestar hans. Þegar faðir Kleinsorge var að lesa þakkarbænina eftir messu heyrðist hættumerkið. Hann hætti við guðsþjónustuna og trúboðarnir gengu gegnum stofnunina yfir í stærra húsið. Þar fór faðir Kleinsorge inn í herbergi sitt á neðstu hæð, hægra megin við aðaldyrnar, og klæddi sig í hereinkennisföt sem hann hafði fengið þegar hann kenndi við Rokko miðskólann í Kobe, en hann fór alltaf í þau þegar hætta var á loftárásum. Ef hættumerki var gefið fór faðir Kleinsorge ævinlega út og leit til himins, og þegar hann kom út í þetta sinn varð hann feginn að sjá aðeins þessa einu veðurrannsóknarvél sem daglega flaug yfir Hiroshima um þetta leyti. Hann var þess fullviss að ekkert myndi gerast og fór inn aftur og snæddi morgunverð með hinum prest- 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.