Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 112
206 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Nóttin var heit, og virtist ennþá heitari vegna þess að eldarnir léku við himin, en yngri telpan þeirra tveggja sem herra Tanimoto og prestarnir höfðu bjargað, kvartaði um kulda við föður Klein- sorge. Hann breiddi jakkann sinn yfir hana. Hún og eldri systir hennar höfðu verið í söltu árvatninu um tvo tíma áður en þeim var bjargað. Sú yngri hafði geysileg brunafleiður á líkamanum; salt- vatnið hlaut að hafa valdið henni óstjórnlegum kvölum. Hún fór að skjálfa ofsalega og sagði aftur að sér væri kalt. Faðir Klein- sorge fékk léð brekán hjá einhverjum í nánd og vafði því utan um hana, en hún skalf meir og meir og sagði aftur: „Mér er svo kalt,“ og síðan hætti hún allt í einu að skjálfa og var dáin. Herra Tanimoto fann um tuttugu menn og konur á sandeyrinni. Hann ýtti bátnum upp að eyrinni og rak á eftir þeim að fara um borð. Þau hreyfðu sig ekki, og hann skildi að þau voru of veik- burða til þess að standa upp. Hann beygði sig niður og tók í hend- urnar á konu einni, en skinnið losnaði af henni í stórum flyksum, líkt og hanzkar. Þetta fékk svo á hann að hann varð að setjast niður andartak. Síðan fór hann út í ána, og þótt lítill væri lyfti hann mörgum nöktum körlum og konum upp í bátinn. Brjóst þeirra og bök voru þvöl, og liann minntist þess með ógleði hvernig stóru brunasárin sem hann hafði séð um daginn höfðu litið út: gul í fyrstu, síðan rauð og þrútin, og skinnið flagnað af, og að lokum uin kvöldið full af greftri og daunill. Vegna flóðsins var bambus- stöngin hans nú orðin of stutt, og hann varð lengst af að róa yfir ána með henni. Við hærra sandrif hinum megin lyfti hann þessum slímugu lifandi líkömum upp úr bátnum og bar þá upp hallann undan flóðinu. Hann varð stöðugt að tauta samvizkusamlega fyrir munni sér: „Þetta eru mannlegar verur.“ Hann varð að fara þrjár ferðir til þess að koma þeim öllum yfir ána. Þegar hann var búinn, fannst honum að hann yrði að hvíla sig, og hann fór aftur inn í garðinn. Þegar herra Tanimoto gekk upp dimman bakkann hrasaði hann urn einhvern, og einhver annar sagði reiðilega: „Lítið þér í kring- um yður! Þetta er höndin á mér.“ Herra Tanimoto blygðaðist sín fyrir að meiða sært fólk og fyrirvarð sig fyrir að geta gengið upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.