Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 112
206
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Nóttin var heit, og virtist ennþá heitari vegna þess að eldarnir
léku við himin, en yngri telpan þeirra tveggja sem herra Tanimoto
og prestarnir höfðu bjargað, kvartaði um kulda við föður Klein-
sorge. Hann breiddi jakkann sinn yfir hana. Hún og eldri systir
hennar höfðu verið í söltu árvatninu um tvo tíma áður en þeim var
bjargað. Sú yngri hafði geysileg brunafleiður á líkamanum; salt-
vatnið hlaut að hafa valdið henni óstjórnlegum kvölum. Hún fór
að skjálfa ofsalega og sagði aftur að sér væri kalt. Faðir Klein-
sorge fékk léð brekán hjá einhverjum í nánd og vafði því utan
um hana, en hún skalf meir og meir og sagði aftur: „Mér er svo
kalt,“ og síðan hætti hún allt í einu að skjálfa og var dáin.
Herra Tanimoto fann um tuttugu menn og konur á sandeyrinni.
Hann ýtti bátnum upp að eyrinni og rak á eftir þeim að fara um
borð. Þau hreyfðu sig ekki, og hann skildi að þau voru of veik-
burða til þess að standa upp. Hann beygði sig niður og tók í hend-
urnar á konu einni, en skinnið losnaði af henni í stórum flyksum,
líkt og hanzkar. Þetta fékk svo á hann að hann varð að setjast
niður andartak. Síðan fór hann út í ána, og þótt lítill væri lyfti
hann mörgum nöktum körlum og konum upp í bátinn. Brjóst þeirra
og bök voru þvöl, og liann minntist þess með ógleði hvernig stóru
brunasárin sem hann hafði séð um daginn höfðu litið út: gul í
fyrstu, síðan rauð og þrútin, og skinnið flagnað af, og að lokum
uin kvöldið full af greftri og daunill. Vegna flóðsins var bambus-
stöngin hans nú orðin of stutt, og hann varð lengst af að róa yfir
ána með henni. Við hærra sandrif hinum megin lyfti hann þessum
slímugu lifandi líkömum upp úr bátnum og bar þá upp hallann
undan flóðinu. Hann varð stöðugt að tauta samvizkusamlega fyrir
munni sér: „Þetta eru mannlegar verur.“ Hann varð að fara þrjár
ferðir til þess að koma þeim öllum yfir ána. Þegar hann var búinn,
fannst honum að hann yrði að hvíla sig, og hann fór aftur inn
í garðinn.
Þegar herra Tanimoto gekk upp dimman bakkann hrasaði hann
urn einhvern, og einhver annar sagði reiðilega: „Lítið þér í kring-
um yður! Þetta er höndin á mér.“ Herra Tanimoto blygðaðist sín
fyrir að meiða sært fólk og fyrirvarð sig fyrir að geta gengið upp-