Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 89
HIROSHIMA
183
Herra Tanimoto leit af þessari sjón þegar hann heyrði herra
Matsuo hrópa og spyrja hvort hann væri óskaddaður. Herra
Matsuo hafði haft öruggt skjól af rúmfötunum í anddyrinu þegar
húsið hrundi, og hafði nú brotizt út. Herra Tanimoto virti hann
varla svars. Hann hafði minnzt konu sinnar og barns, kirkju sinn-
ar, heimilis síns, sóknarbarna sinna, sem allt var niðri í þessum
hræðilegu myrkradjúpum. Aftur tók hann til fótanna í skelfingu —
í áttina til borgarinnar.
Frú Hatsuyo Nakamura, klæðskeraekkjan, hafði brotizt undan rúst-
um húss síns eftir sprenginguna og séð Myeko, hið yngsta af þrem
börnum sínum, grafna upp að brjósti án þess að geta hreyft sig,
og klöngraðist nú yfir rústirnar, togaði í fjalir, kastaði burt tígul-
steinum í miklum flýti til þess að losa barnið sitt. Þá heyröi hún
tvær veikar raddir hrópa og þær virtust koma úr hellum langt fyrir
neðan hana: „Tasuhete! Tasukete! Hjálp Hjálp!“
Hún hrópaði nöfn tíu ára gamals sonar síns og átta ára gamallar
dóttur: „Toshio! Yaeko!“
Raddirnar fyrir neðan svöruðu.
Frú Nakamura hætti að hugsa um Myeko, sem gat þó að minnsta
kosti andað, og þeytti burt rústunum í tryllingi ofan af hrópandi
röddunum. Börnin höfðu sofiÖ um tíu fet hvort frá öðru, en nú
virtust raddir þeirar koma úr sama stað. Toshio, drengurinn, virt-
ist geta hreyft sig eitthvað, því að hún fann að hann gróf að neðan-
verðu í hauginn af spýtum og tígulsteinum sem hún var að bisa
við að ofan. AS lokum sá hún höfuðið á honum, og hún dró hann
í flýti út á höföinu. Flugnanet var flækt um fæturna á honum, eins
og þvi hefði verið vandlega vafið. Hann sagðist hafa kastazt beint
yfir herbergið og lent ofan á systur sinni Yaeko undir rústunum.
Nú sagði hún neðan úr rústunum að hún gæti ekki hreyft sig, vegna
þess að eitthvað lægi ofan á fótunum á sér. Með því að grafa dá-
lítið meira gat frú Nakamura gert op fyrir ofan barnið og fór að
toga í handlegginn á henni. „Itai! Það er sárt!“ hrópaði Yaeko.
Frú Nakamura kallaði: „Það er enginn tími til að tala um hvort
það sé sárt eða ekki,“ og kippti dóttur sinni skælandi upp úr rúst-