Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 106
200
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þá írá bátnum, og meöan hann gerði það fann hann til slíkrar
skelfingar af að trufla hina látnu — honum fannst hann koma í
veg fyrir að þeir gætu látið frá landi í draugalega ferð sína — að
hann sagði upphátt: „Viljið þið fyrirgefa mér að ég tek bátinn.
Ég verð að nota hann handa öðrum, seni eru á lífi.“ Flatbytnan var
þung, en honum tókst þó að ýta henni út á ána. Engar árar voru
í henni, og það eina sem hann fann til að knýja bátinn áfram var
gildur bambusstöngull. Hann þokaði bátnum uppstreymis að þeim
hluta garðsins þar sem fólkið var flest, og fór að ferja hina særðu.
Hann gat tekið tíu eða tólf í bátinn í hverri ferð, en þar sem áin
var of djúp í miðjunni til þess að hann gæti stjakað bátnuin yfir,
varð hann að róa með bambusstönglinum, og þess vegna var hann
mjög lengi í hverri ferð. Þannig stritaði hann marga klukkutíma.
Snemma síðari hluta dagsins kom eldurinn æðandi í skóginn í
Asano-garðinum. Herra Tanimoto veitti honum fyrst athygli eitt
sinn þegar hann kom aftur í bát sínum og sá að inikill fjöldi fólks
hafði flutt sig niður að ánni. Þegar hann var kominn að, gekk
hann á land að athuga málið, og þegar hann sá eldinn hrópaði
hann: „Allir ungir menn sem ekki eru mikið særðir verða að koma
með mér!“ Faðir Kleinsorge flutti föður Schiffer og föður LaSalIe
niður að árþakkanum og bað fólk að koma þeim yfir ef eldurinn
nálgaðist um of, og síðan gerðist hann einn af aðstoðarmönnum
Tanimotos. Herra Tanimoto sendi nokkra að gá að fötum og skjól-
um og sagði öðrum að lemja logandi runnana með klæðum sínum;
þegar ílátin voru komin myndaði hann handlangararöð frá einni
tjörninni í klettagörðunum. Þeir börðust við eldinn í meira en tvo
tíma og réðu að lokum niðurlögum hans. Meðan menn herra Tani-
motos voru að starfi sínu, þjappaði skelkað fólkið í garðinum sér
nær og nær ánni, og að lokum var múgurinn farinn að ýta þeim
ólánssömu sem stóðu á sjálfum bakkanum út í vatnið. Meðal þeirra
sem hröktust út í vatnið og drukknuðu voru frú Matsumoto frá
Meþódistaskólanum og dóttir hennar.
Þegar faðir Kleinsorge kom aftur eftir baráttu sína við eldinn,
sá hann að föður Schiffer blæddi enn og hann var orðinn hræðilega
fölur. Nokkrir Japanar stóðu í kring og horfðu á hann, og faðir
Schiffer hvíslaði með veiku brosi: „Mér finnst ég þegar vera dá-