Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 26
121)
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
í veg fyrir þessa „smyglstarfsemi“, er hringurinn kallaði svo, var
Jjað ráð upp tekið, að blanda örlitlu af arseníki í duftið. Þar með
var óleyfilegt samkvæmt lögum að nota það við tannsmíði. Þetta
er gott dæmi um lagni hringanna að fara ýmist í kringum laga-
ákvæði eða nota þau sér til framdráttar.
D-fjörefni
Sagan uin D-fjörefnið er ljótt dæmi um það, hvernig vísindalegar
uppgötvanir eru hagnýttar til auðsöfnunar örfárra einstaklinga, en
ekkert skeytt um að láta þær verða almenningi til heilla. Arið 1923
sýndi Harry Steenbock, prófessor við háskólann í Wisconsin, fram
á það, að D-fjörefni myndaðist í ýmsum fæðutegundum við geislun
með útfjólubláum geislum. Næstu ár fékk hann þrjú einkaleyfi fyrir
aðferðum við geislun fæðutegunda, og sérstakri stofnun, Wisconsin-
stofnuninni, var komið á fót til að hagnýta þessi einkaleyfi. Svo
átti að heita, að stofnunin hefði það eitt markmið að nota aðferðir
Steenbocks til að bæta heilsu almennings og styðja vísindalegar
rannsóknir. Raunin varð þó önnur. Orfáum fyrirtækjunr var veitt
einkaleyfi til að nota aðferðirnar gegn sérstöku gjaldi. Þannig var
greiddur sérstakur tollur til stofnunarinnar auk þess einokunarverðs,
sem hvert fyrirtæki gat haldið uppi í skjóli einkaleyfanna. Á sama
tima og hreinar tekjur stofnunarinnar á ári hverju voru á aðra
miljón dollara, var lítil flaska af D-fjörefnisvökva seld á fjóra doll-
ara, — verði, sem var langt umfram fjárhagslega getu alls þorra
þeirra foreldra, er þurftu að gefa börnum sínum þetta nauðsynlega
lyf;
1 heimsstyrjöldinni síðustu voru 17miljón Bandaríkjamanna
kallaðir til herþjónustu. Af þeim voru 5 miljónir dæmdir óhæfir
til herþjónustu, af þeim rúmur helmingur vegna galla á beinabygg-
ingu eða tannskemmda. Allir þessir piltar höfðu alizt upp eftir að
uppgötvanir Steenbocks höfðu verið gerðar. Mikill meirihluti þeirra
hefðu verið fullhraustir, ef þessar uppgötvanir hefðu verið hagnýttar
til almenningsheilla, í stað þess að vera gerðar að féþúfu samvizku-
lausra braskara.
Þáttur Wisconsin-háskólans í þessu máli er ekki glæsilegur. Hluti