Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 47
IIENRY STEELE COMMAGER:
Hvað er amerísk þjóðliollusta?
Grein þessi birtist í hinu víðlesna bandaríska tímariti Harper’s
Magazine í síðastliðnum septembermánuði. Höfundur hennar er
kunnur sagnfræðingur, prófessor í sögu við Columbia-háskólann í
New York, og hefur ritað margt bóka, einkum um sögu Bandaríkj-
anna. Þó að greinin sé miðuð við Bandaríkin er efni hennar þess
eðlis að margt af því sem þar kemur fram getur átt víðar við.
Astæða er til að benda á að þar sem höfundur ræðir um Ameríku
og ameríkanisma, á hann eingöngu við Bandaríkin, samkvæmt mál-
venju þeirrar þjóðar manna.
Kona, fædd í Rússlandi, frú Shura Lewis, hélt þann 6. maí fyrir-
lestur fyrir stúdentana í „Western High School“ í Washington. Hún
talaði um Rússland — skólakerfið þar, stefnu þess í heilbrigðis-
málum, stöðu konunnar, gamla fólksins, verkamanna, bænda og
starfsmanna — og gerði yfirborðslegan og ógagnrýninn saman-
burð á rússneskri og amerískri þjóðfélagsskipan. Nákvæm athugun
á ræðunni, sem til allrar hamingju var prentuð í þingtíðindunum,
leiðir ekki í ljós minnstu niðrun á neinu því, sem amerískt er, nema
ef vera skyldi kátbroslegur samanburður á kostnaðinum við barns-
fæðingar og tannviðgerðir hér og í Rússlandi. Það sem frú Lewis
sagði hefur verið sagt ótal sinnum áður í ræðum, blöðum, tíma-
ritum og bókum. Enginn heilbrigð manneskja gat fett fingur út í
neitt af því, sem hún sagði.
Þrátt fyrir það vakti ræða hennar hugaræsing. Nokkrir stúd-
entar gengu út meðan á ræðunni stóð. Aðrir bjuggu í skyndi til
auglýsingaspjöld þar sem þeir lýstu yfir hollustu sinni við ameríkan-
ismann. Hneykslaðar mæður símuðu mótmæli. Blöðin snérust ein-
dregið gegn þessari svívirðu. Þingið, sem sjaldan lætur sig skipta
pólitíska og efnahagslega velferð horgaranna í höfuðstaðnum, brá
skjótt við, þegar andleg velferð þeirra var í voða. Þingmennirnir