Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 16
110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tugum saman, aí því þessar uppfundníngar gátu aukið samkepni við
einokunarhríngana; eða tökum til dæmis slíkan lífgjafa sem súlfa-
lyfin, en þau hepnaðist kapítalistum að fela í efnarannsóknarstofum
eins hríngsins í hérumbil þrjátíu ár.
Erfiðleikarnir á því að prédika auðvaldsstefnu í Rússlandi og end-
urreisa kapítalisma þar í landi eru þannig ekki af blaðamönnum auð-
hrínganna taldir orsakast af ótta Rússa við vísindalegar staðreyndir,
enda hryggilegt að aldrei skuli hafa tekist að sanna að þetta þjóðfé-
lagsform nítjándu aldar, kapítalisminn, sé hentugasta skipulag mann-
legs félags; og leitun mun á manni sem lítur svo á, varla einusinni
að kapítalistar haldi því fram sjálfir; jafnvel æsíngamenn afturhalds-
ins berjast ekki einusinni gegn kommúnisma á þeim forsendum að
kapítalismi sé gott fyrirkomulag. Nú er það ekki ætlun mín að reyna
að setja hér reglu um hvar skuli settar skorður við prédikun kennínga
eða tilraunum að framkvæma kenníngar. Og þarsem ég er sjálfur ekki
siðferðilegur hugsjónasinni skal ég varast að gera tilraun til að dæma
milli tveggja andstæðra siðferðiskerfa. En það sem gerir frjálsa
boðun kapítalisma og frjálsa starfsemi kapítalista óhugsanlega í
Ráðstjórnarríkjum er ofur einfaldlega sú staðreynd að kapítalismi
er í því landi úrelt og útkulnað form, dauðara en alt dautt. í landi
þar sem manni er með lögum bannað að græða á vinnu annars
manns; þar sem ekki eru til neinir kapítalistar að prédika kapítal-
isma, meira að segja allir hálaunamenn svosem skáld, kolanámu-
menn og filmstjörnur eru kommúnistar, og þarafleiðandi ekki til
nein auðvaldsstétt til að taka höndum saman í stjórnmálabaráttu;
í landi þar sem stjórnarkerfið er efnahreinsað af öllum skilyrðum
til kapítalisma; þar sem öll auðvaldskynjuð starfsemi, alt arðrán
hverju nafni sem nefnist er skilgreint sem glæpur, — mundi ekki
fánýt orðaeyðsla ef farið væri að útlista hinn augljósa óframkvæmi-
leik kapítalistiskrar starfsemi í slíku landi.
Ríkið Pakistan er grundvallað á þeirri kenníngu að frelsun mann-
legra sálna sé einkum að þakka hedjíra, brottför Mahómets frá
Mekku árið 622. Hinir afturámóti sem aðhyllast þá kenníngu að
sálin frelsist á að flakka úr mönnum í dýr, eða við endurholdgun,
hafa stofnað rikið Hindústan. Málstað beggja má sanna með sömu
rökum: þú geingur út og kaupir þér rýtíng.