Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 91
HIROSHIMA
185
Garðurinn var ætlaður til afdreps fyrir þetta bæjarhverfi. Frú
Nakamura sá að kviknað hafði í rúst rétt hjá (að miðbikinu und-
anteknu, þar sem sprengjan sjálf olli íkveikjum, stöfuðu hinir víð-
tæku brunar í Hiroshima aðallega af því að eldfimt brak féll yfir
eldstór og rafmagnsleiðslur), og stakk upp á því að reyna að slökkva.
Frú Hataya sagði: „Vertu ekki með þennan kjánaskap. Hvað nú,
ef fleiri vélar koma og kasta sprengjum?“ Frú Nakamura lagði því
af stað út í Asano-garðinn með hörn sín og frú Hataya, og hún bar
með sér bakpoka með fötum sem hún hafði alltaf til taks, brekán,
regnhlíf og tösku með munum sem hún hafði geymt í loftvarnar-
skýlinu sínu. Þegar þau skunduðu áfram heyrðu þau hálfkæfð hróp
um hjálp undir mörgum rústum. Eina húsið sem þau sáu uppi-
standandi á leiðinni út í Asano-garðinn var trúboðshús jesúítanna,
við hliðina á kaþólska barnaheimilinu, þar sem frú Nakamura
hafði komið Myeko fyrir um tíma. Þegar þau gengu fram hjá því
sá hún föður Kleinsorge koma hlaupandi út úr húsinu í blóðugum
nærklæðum með litla tösku í hendinni.
RÉtt eftir sprenginguna, meðan jesúítinn faðir Wilhelm Kleinsorge
reikaði um kálgarðinn í nærklæðunum, kom yfirpresturinn faðir
LaSalIe gangandi fyrir horn hússins í rökkrinu.. Hann var alblóð-
ugur, einkum þó á bakinu; leiftrið hafði komið honum til að snúa
sér frá glugganum, og örlitlar glerflísar höfðu dunið á honum.
Faðir Kleinsorge var enn ringlaður, en tókst þó að spyrja: „Hvar
eru hinir?“ í sama bili komu í Ijós hinir prestarnir tveir sem
bjuggu í trúboðsheimilinu — faðir Cieslik, óskaddaður, studdi
föður Schiffer, en hann var löðrandi í blóði, sem spýttist úr sári
ofan við vinstra eyrað, og mjög fölur. Faðir Cieslik var hreykinn
af sjálfum sér, því að eftir leiftrið hafði hann fleygt sér inn í
dyragang, sem hann hafði áður haldið fram að væri öruggasti stað-
urinn í húsinu, og þegar sprengingin kom sakaði hann ekki. Faðir
LaSalle sagði föður Cieslik að fara með föður Schiffer til læknis
áður en honum blæddi til ólífis, og stakk upp á annað hvort dr.
Kanda, sem bjó við næsta götuhorn, eða dr. Fujii, sem var sex
sambyggingum lengra burtu. Mennirnir tveir fóru út úr trúboðs-
stöðinni og héldu upp eftir götunni.