Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 96
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sumir hinna særðu í Hiroshima fengu ekki notið þess vafasama munaðar að komast á spítala. Þar sem eitt sinn hafði verið starfs- fólksdeildin í Austur-Asíu niðursuðuverksmiðjunni, lá ungfrú Sas- aki í keng, meðvitundarlaus, undir geysilegum haug af bókum og kalki og timbri og bárujárni. Hún var algerlega meðvitundarlaus (taldi hún síðar) í um það bil þrjár klukkustundir. Fyrsta vitund hennar var um hræðilegan sársauka í vinstra fæti. Það var svo dimmt undir bókunum og rústunum að takmörk vitundar og með- vitundarleysis voru óskýr; hún virtist fara yfir þau takmörk nokkr- um sinnum, því að sársaukinn virtist koma og hverfa. Þegar hann var sem mestur fann hún að fóturinn hafði brotnað einhvers staðar fyrir neðan hnéð. Síðar heyrði hún að einhver gekk ofan á rúst- unum fyrir ofan hana og raddir hrópuðu í angist, að því er virtist innan úr rótinu í kringum hana: „Hjálp! Hjálpið okkur út!“ Faðir Kleinsorge stöðvaði blóðrásina úr sári föður Schiffers eins vel og hann gat með sárabindum sem dr. Fujii hafði fengið prest- unum nokkrum dögum áður. Þegar hann var búinn að því hljóp hann aftur inn í trúboðshúsið og fann jakkann af hereinkennisföt- unum og gamlar, gráar buxur. Hann klæddi sig og fór út aftur. Kona kom hlaupandi til hans úr næsta húsi og hrópaði að maðurinn sinn væri grafinn undir húsinu og það væri kviknað í því; faðir Kleinsorge yrði að koma og bjarga honum. Faðir Kleinsorge, sem var að verða sljór og agndofa af þessari vaxandi eymd, sagði: „Það er ekki mikill tími til stefnu.“ Það var kviknað í húsunum allt í kring og nú var komið rok. „Vitið þér nákvæmlega hvar hann er undir húsinu?“ spurði hann. „Já, já,“ sagði hún. „Komið þér fljótt.“ Þau fóru yfir að húsinu, og þar logaði ofsalega í rústunum, en þegar þau voru komin þangað, kom í ljós að konan hafði enga hugmynd um hvar maðurinn hennar var. Faðir Kleinsorge hrópaði aftur og aftur: „Er nokkur þarna?“ Ekkert svar. Faðir Kleinsorge sagði við konuna: „Við verðum að koma okkur burt, annars för- umst við öll.“ Hann fór aftur yfir í trúboðsstofnunina og sagði yfir- prestinum að eldurinn væri að nálgast með vindinum, en hann hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.