Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 70
164
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sýktist aldrei né ofkældist. Jafnvel þegar hann tók tennur, brosti
hann bara.
— Það er ómögulegt, segir Maja.
— Jú, það geturðu reitt þig á. Þá ákvað móðir hans, drottn-
ingin, að komast að því, hvaða aðferðir Ceres notaði til að herða
drenginn . ..
— íþróttir, segir Maja. — Pabbi segir . . .
— Þegiðu! Einu sinni, seint um kvöld, þegar allir voru háttaðir,
læddist drottningin inn í barnaherbergið. Og hvað heldurðu, að
hún hafi séð þar?
— Ég veit það ekki. Segðu það!
— í barnaherberginu var eldur á arninum. Það var kolahrúga og
glóð alveg eins og á arninum hérna. Ceres háttaði drenginn og
grannskoðaði á honum kroppinn. Hann var hvítur sem mjöll. Hann
starði á eldinn og logarnir spegluðust í dökkum augunum. Ceres
gekk að arninum, rótaði kolunum til hliðar og lét barnið í glóðina,
eins og hún væri sandhrúga.
— Ó! segir Maja lágt.
— Já. Drengurinn klappaði saman lófunum af gleði, og neist-
arnir þyrluðust um hann. Því næst stakk hann öðrum fætinum upp
í sig og hló. Þegar drottningin sá barn sitt þarna í eldinum, rak hún
upp hátt óp; og samstundis kom eins og svar óp frá barninu, sem
allt í einu fann til sársauka.
— Af hverju? Það skil ég ekki.
— Það var töframeðal. Þú verður að muna, að Ceres var gyðja.
Hún ætlaði að gera drenginn að ósærandi hetju, og hún var komin
svo langt, að hann var hættur að finna til sársauka. En þetta máttu
augu dauðlegra manna ekki sjá. Móðirin eyðilagði allt saman.
■—- Ósærandi hetju, endurtók Maja annars hugar, — en móðirin
eyðilagði allt saman . . . Hvað þýðir gyðja?
— Nú eru fimm mínúturnar bún'ar, kallar Aglaja og kemur fram
í dyrnar. — Þú ferð strax að hátta. Það er orðið framorðið. Nú er
Remus loksins sofnaður. Hann var alveg að gera út af við mig.
— Þú verður þá að fara, Maja, segir Adrían Adríanovitsj og
stendur á fætur, -— við vorum búin að lofa því.
-—- En Pro . . persína? Hvað varð af henni?