Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 65
MAJA
159
— Ef það er bolti, hvers vegna hoppar hann ekki, og ef það er
apaköttur, hvar er þá rófan?
Adrían Adríanovitsj vekur Afanasij, sem liggur sofandi í her-
berginu sínu undir stiganum, þar sem tunglsljósið smeygir sér eins
og rýtingur inn um mjóan gluggann. Hann réttir honum peninga
og pappírsmiða og segir:
— Farðu með þetta á símstöðina snemma í fyrramálið. Og á
leiðinni út bætir hann við:
— Og taktu til í geymsluherberginu, þar sem við erum vanir að
hafa gömlu rammana.
IV
Kostja Kontakki ökumaður, eini ökumaðurinn í bænum, sem á
vagn með gúmmíhjólum, kemur akandi upp að aðaltröppunum með
gestina. Upp úr djúpi vagnsins dregur hann fyrst föla, ókunna konu
(ekki Aglaju) með barn á handleggnum, því næst eitt stórt koffort
og eitt lítið koffort. Og loks hoppar Aglaja niður af hárri fótaskör-
inni. Hún lítur alveg eins út og á dögum kókoshnotarinnar: Hún
hefur sama litla nefið með þremur misstórum freknum, hverri upp
af annarri, sama kastaníubrúna ennislokkinn og sömu skæru augun,
möndlulaga eins og augu keisaradrottningarinnar í Miklagarði.
— Góðan daginn, frændi, segir föla, ókunna konan (ekki Aglaja).
— Þekkir þú mig ekki aftur, frændi? Ég er Aglaja. Þetta er litla
stúlkan mín, hún er sex ára„ og hérna er snáðinn minn, hann er
ellefu mánaða, og hann er strax búinn að taka þrjár tennur.
Adrían Adríanovitsj leiðir gestina inn í húsið, kemur þeim fyrir,
og að lokum, þegar þau hafa skolað af sér rykið eftir ferðalagið,
veitir hann þeim með aðstoð Afanasij fremur síðbúinn hádegisverð
í hornherberginu. Snáðinn með tennurnar þrjár er uppgefinn eftir
ferðalagið og sefur í hægindastól. Adrían Adríanovitsj talar við
hina raunverulegu Aglaju, en hann horfir án afláts á dóttur hennar,
sem líkist barnungri Teodóru. Teodóra þegir og á í miklu stíma-
braki við óþæga lambsrifjasteik.
Börn eru og verða börn. Þau breytast ekki hót, alveg sama hvort
samvinnustarfsemi blómgast, vegna þess að foreldrar þeirra leggja