Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 65
MAJA 159 — Ef það er bolti, hvers vegna hoppar hann ekki, og ef það er apaköttur, hvar er þá rófan? Adrían Adríanovitsj vekur Afanasij, sem liggur sofandi í her- berginu sínu undir stiganum, þar sem tunglsljósið smeygir sér eins og rýtingur inn um mjóan gluggann. Hann réttir honum peninga og pappírsmiða og segir: — Farðu með þetta á símstöðina snemma í fyrramálið. Og á leiðinni út bætir hann við: — Og taktu til í geymsluherberginu, þar sem við erum vanir að hafa gömlu rammana. IV Kostja Kontakki ökumaður, eini ökumaðurinn í bænum, sem á vagn með gúmmíhjólum, kemur akandi upp að aðaltröppunum með gestina. Upp úr djúpi vagnsins dregur hann fyrst föla, ókunna konu (ekki Aglaju) með barn á handleggnum, því næst eitt stórt koffort og eitt lítið koffort. Og loks hoppar Aglaja niður af hárri fótaskör- inni. Hún lítur alveg eins út og á dögum kókoshnotarinnar: Hún hefur sama litla nefið með þremur misstórum freknum, hverri upp af annarri, sama kastaníubrúna ennislokkinn og sömu skæru augun, möndlulaga eins og augu keisaradrottningarinnar í Miklagarði. — Góðan daginn, frændi, segir föla, ókunna konan (ekki Aglaja). — Þekkir þú mig ekki aftur, frændi? Ég er Aglaja. Þetta er litla stúlkan mín, hún er sex ára„ og hérna er snáðinn minn, hann er ellefu mánaða, og hann er strax búinn að taka þrjár tennur. Adrían Adríanovitsj leiðir gestina inn í húsið, kemur þeim fyrir, og að lokum, þegar þau hafa skolað af sér rykið eftir ferðalagið, veitir hann þeim með aðstoð Afanasij fremur síðbúinn hádegisverð í hornherberginu. Snáðinn með tennurnar þrjár er uppgefinn eftir ferðalagið og sefur í hægindastól. Adrían Adríanovitsj talar við hina raunverulegu Aglaju, en hann horfir án afláts á dóttur hennar, sem líkist barnungri Teodóru. Teodóra þegir og á í miklu stíma- braki við óþæga lambsrifjasteik. Börn eru og verða börn. Þau breytast ekki hót, alveg sama hvort samvinnustarfsemi blómgast, vegna þess að foreldrar þeirra leggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.