Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 17
TILSVAR UM FRELSI 111 Ef þessar kenníngar væru til umræðu á íslandi, og einkum ef hætta væri á að þær næðu hér tökum á fólki til sjós og sveita, ásamt þeim skyldugu hnífstúngumorðum sem þar fylgja, þá mundi ég því meðmæltur að gerðar væru öflugar ráðstafanir til að stöðva slíkan morðbjánaskap — og ekki af þeim sökum telja mig neinn sérstakan óvin frelsis. Ég skal ekkert um það segja hvort þessar kenníngar eru bannaðar eða ekki í Ráðstjórnarríkjum. Hinsvegar veit ég með vissu að Rússar eiga ýmsar fremstu stofnanir í tilraunasálarfræði sem til eru í heimi, og að rannsóknir þær ýmsar sem gerðar hafa verið af skóla Pavlovs og samverkamanna hans standa ekki að baki neinu því sem afrekað hefur verið í veröldinni á þessu sviði. Mannkynið hefur nú náð því þroskastigi að skoðanir mega sín lítils andspænis þekkíngu á stað- reyndum. Uppeldisfræðíngar Ráðstjórnarríkja kappkosta að kenna sem víðast með hjálp skólakerfisins þær staðreyndir sem vísindin hafa leitt frammí dagsljósið á sem flestum sviðum þekkíng- ar — jafnvel þó af því kunni að hljótast að sálinni verði vísað til sætis í heimkynnum guðfræðinnar fyrir fult og fast. Þó Bandaríki Norðuramríku eigi ýmsa ágæta nútímakönnuði í tilraunasálarfræði, virðíngarverða eftirmenn og framsækna merkis- bera behavioristaskólans, má eigiaðsíður sjá uppeldisfræðínga um gervöll Bandaríkin kenna í skólum — og hér á ég ekki við neina sér- skóla í guðfræði — að sálin hafi frelsast vegna viðbjóðslegs ódæðis- verks sem framið var í Palestínu á ofanverðum veldisdögum Rómu. Hvað stoðar að eiga einhverjar bestu rannsóknarstofnanir í heimi í einhverri grein ef niðurstöðum þessara stofnana er haldið leynd- um fyrir almenníngi, en börnum eftirsemáður kendar í sömu grein afkáralegar villimannlegar hugmyndir tvöþúsund ára gamlar austan- úr Miðjarðarhafsbotnum, og látið gilda sem fróðleikur eða jafnvel sannleikur. Vér lifum í frjálsu landi og þessvegna erum vér frjálsir að því að liafa hvaða skoðanir sem vér viljum um sálina, kynni að verða svarað. En þá er skilníngur vor á frelsi kominn á glapstigu, ef menn, þegar þeir segja frelsi, eiga við frelsi til að halda fram alskonar afkáralegu bulli; eða telja að frelsið sé í því falið að mönnum sé frjálst að koma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.