Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 17
TILSVAR UM FRELSI
111
Ef þessar kenníngar væru til umræðu á íslandi, og einkum ef
hætta væri á að þær næðu hér tökum á fólki til sjós og sveita, ásamt
þeim skyldugu hnífstúngumorðum sem þar fylgja, þá mundi ég því
meðmæltur að gerðar væru öflugar ráðstafanir til að stöðva slíkan
morðbjánaskap — og ekki af þeim sökum telja mig neinn sérstakan
óvin frelsis.
Ég skal ekkert um það segja hvort þessar kenníngar eru bannaðar
eða ekki í Ráðstjórnarríkjum. Hinsvegar veit ég með vissu að Rússar
eiga ýmsar fremstu stofnanir í tilraunasálarfræði sem til eru í heimi,
og að rannsóknir þær ýmsar sem gerðar hafa verið af skóla Pavlovs
og samverkamanna hans standa ekki að baki neinu því sem afrekað
hefur verið í veröldinni á þessu sviði. Mannkynið hefur nú náð því
þroskastigi að skoðanir mega sín lítils andspænis þekkíngu á stað-
reyndum. Uppeldisfræðíngar Ráðstjórnarríkja kappkosta að
kenna sem víðast með hjálp skólakerfisins þær staðreyndir sem
vísindin hafa leitt frammí dagsljósið á sem flestum sviðum þekkíng-
ar — jafnvel þó af því kunni að hljótast að sálinni verði vísað
til sætis í heimkynnum guðfræðinnar fyrir fult og fast.
Þó Bandaríki Norðuramríku eigi ýmsa ágæta nútímakönnuði í
tilraunasálarfræði, virðíngarverða eftirmenn og framsækna merkis-
bera behavioristaskólans, má eigiaðsíður sjá uppeldisfræðínga um
gervöll Bandaríkin kenna í skólum — og hér á ég ekki við neina sér-
skóla í guðfræði — að sálin hafi frelsast vegna viðbjóðslegs ódæðis-
verks sem framið var í Palestínu á ofanverðum veldisdögum Rómu.
Hvað stoðar að eiga einhverjar bestu rannsóknarstofnanir í heimi
í einhverri grein ef niðurstöðum þessara stofnana er haldið leynd-
um fyrir almenníngi, en börnum eftirsemáður kendar í sömu grein
afkáralegar villimannlegar hugmyndir tvöþúsund ára gamlar austan-
úr Miðjarðarhafsbotnum, og látið gilda sem fróðleikur eða jafnvel
sannleikur.
Vér lifum í frjálsu landi og þessvegna erum vér frjálsir að því að
liafa hvaða skoðanir sem vér viljum um sálina, kynni að verða
svarað.
En þá er skilníngur vor á frelsi kominn á glapstigu, ef menn, þegar
þeir segja frelsi, eiga við frelsi til að halda fram alskonar afkáralegu
bulli; eða telja að frelsið sé í því falið að mönnum sé frjálst að koma