Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 122
216
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verstu sárin, og alla næstu nótt og daginn þar á eftir hélt hann
áfram að sauma. ígerð var komin í mörg sárin. Til allrar ham-
ingéu hafði einhver fundið óskemmdar birgðir af narucopon, jap-
önsku deyfilyfi, og það gaf hann mörgum sem þjáðust. Sá orð-
rómur var kominn á kreik meðal starfsfólksins að þessi mikla
sprengja hefði verið eitthvað óvenjuleg, því að annan daginn fór
einn af yfirmönnum spítalans niður í kjallarahvelfingarnar þar sem
röntgenfilmurnar voru geymdar og sá að þær höfðu allar eyði-
lagzt hver á sínum stað. Sama dag kom óþreyttur læknir og tíu
hjúkrunarkonur frá borginni Yamaguchi með sárabindi og sótt-
varnarlyf, og þriðja daginn kom enn einn læknir og tólf hjúkr-
unarkonur í viðbót frá Matsue — en samt voru ennþá aðeins átta
læknar handa tíu þúsund sjúklingum. Að kvöldi þriðja dags var
dr. Sasaki orðinn örmagna af hinum hroðalega saumaskap sínum
og varð haldinn þeirri hugmynd að móðir hans teldi hann af.
Hann fékk leyfi til að fara til Mukaihara. Hann gekk út í yztu
úthverfin, en þaðan var rafmagnslest enn í gangi, og komst heim
seint um kvöldið. Móðir hans sagðist hafa vitað allan tírnann að
hann væri heill á húfi; særð hjúkrunarkona hafði komið við til
að segja henni það. Hann fór í rúmið og svaf í sautján klukku-
tíma.
Fyrir dögun 8. ágúst kom einhver í klaustrinu inn í herbergið þar
sem faðir Kleinsorge lá í rúminu, teygði sig upp í lampann og
kveikti. Faðir Kleinsorge lá í móki, en snögg birtan kom honum
til að spretta á fætur, viðbúinn nýrri sprengingu. Þegar honum
skildist hvað gerzt hafði, hló hann vandræðalega og lagðist aftur
fyrir. Hann var i rúminu allan daginn.
9. ágúst var faðir Kleinsorge ennþá þreyttur. Forstöðumaðurinn
leit á sár hans og sagði að það væri ekki einu sinni ástæða til að
binda um þau, ef faðir Kleinsorge héldi þeim hreinum myndu þau
gróa á þremur eða fjórum dögum. Faðir Kleinsorge var eirðar-
laus; hann skildi ekki ennþá hvað fyrir hann hafði borið; honum
fannst hann verða að koma aftur á þann stað þar sem ósköpin
höfðu gerzt, líkt og hann væri sjálfur sekur um eitthvert afbrot.
Hann fór á fætur og gekk inn í miðborgina. Um stund leitaði