Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 121
HIROSHIMA
215
annar þeirra snerti sár hennar, leið yfir hana. Hún rankaði við sér
nógu snemma til þess að heyra þá ræða um það hvort ætti að
skera af henni fótinn eða ekki; annar sagði að það væri komið
drep í sárbarmana og spáði því að hún myndi deyja ef fóturinn
væri ekki tekinn af henni, en hinn sagði að það væri heldur slæmt,
þar sem þeir hefðu engin tæki til að framkvæma aðgerðina. Það
leið yfir hana aftur. Þegar hún fékk meðvitund á nýjan leik, var
verið að bera hana eithvað á börum. Hún var látin um borð í bát
sem fór til næstu eyjar, Ninoshima, og þar var hún flutt á her-
sjúkrahús. Annar læknir skoðaði hana og sagði að ekki væri
komið drep í sárið, þótt brotið væri mjög illt viðureignar. Hann
sagði ósköp kuldalega að sér þætti það leitt, en þessi spítali væri
aðeins ætlaður fyrir skurðlækningar, og þar sem hún hefði ekki
drep yrði að flytja hana aftur til Hiroshima um nóttina. En síðan
mældi læknirinn hana, og það sem hann sá á mælinum fékk hann
til að ákveða að láta hana vera um kyrrt.
Þennan dag, 8. ágúst, fór faðir Cieslik inn í miðborgina að leita
að herra Fukai, hinum japanska skrifara trúboðsumdæmisins, sem
hafði riðið út úr brennandi borginni á baki föður Kleinsorges og
síðan hlaupið æðislega inn í liana aftur. Faðir Cieslik byrjaði að
leita í nánd við Sakai-brúna, þar sem jesúítarnir höfðu séð herra
Fukai síðast; hann fór út á Austursvæðið, það afdrep sem skrif-
arinn kunni að hafa leitað til og gætti að honum meðal særðra
og dauðra sem þar voru; hann fór til lögreglunnar og spurðist
fyrir. Hann gat ekki komizt á snoðir um neitt um hann. Um kvöld-
ið sagði guðfræðineminn, sem hafði búið í sama herbergi og herra
Fukai í trúboðinu, prestunum frá því að skrifarinn hefði sagt við
sig einn dag þegar hættumerki var gefið skömmu áður en sprengj-
unni var kastað: „Japan er að deyja. Verði gerð raunveruleg loft-
árás á Hiroshima, vil ég deyja með landinu okkar.“ Prestarnir
ályktuðu að herra Fukai hefði hlaupið til baka til þess að fórna
sér í eldinum. Þeir sáu hann aldrei framar.
í Rauðakross-SPÍtalanum vann dr. Sasaki samfleytt í þrjá daga
og svaf aðeins eina klukkustund. Annan daginn fór hann að sauma