Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 121
HIROSHIMA 215 annar þeirra snerti sár hennar, leið yfir hana. Hún rankaði við sér nógu snemma til þess að heyra þá ræða um það hvort ætti að skera af henni fótinn eða ekki; annar sagði að það væri komið drep í sárbarmana og spáði því að hún myndi deyja ef fóturinn væri ekki tekinn af henni, en hinn sagði að það væri heldur slæmt, þar sem þeir hefðu engin tæki til að framkvæma aðgerðina. Það leið yfir hana aftur. Þegar hún fékk meðvitund á nýjan leik, var verið að bera hana eithvað á börum. Hún var látin um borð í bát sem fór til næstu eyjar, Ninoshima, og þar var hún flutt á her- sjúkrahús. Annar læknir skoðaði hana og sagði að ekki væri komið drep í sárið, þótt brotið væri mjög illt viðureignar. Hann sagði ósköp kuldalega að sér þætti það leitt, en þessi spítali væri aðeins ætlaður fyrir skurðlækningar, og þar sem hún hefði ekki drep yrði að flytja hana aftur til Hiroshima um nóttina. En síðan mældi læknirinn hana, og það sem hann sá á mælinum fékk hann til að ákveða að láta hana vera um kyrrt. Þennan dag, 8. ágúst, fór faðir Cieslik inn í miðborgina að leita að herra Fukai, hinum japanska skrifara trúboðsumdæmisins, sem hafði riðið út úr brennandi borginni á baki föður Kleinsorges og síðan hlaupið æðislega inn í liana aftur. Faðir Cieslik byrjaði að leita í nánd við Sakai-brúna, þar sem jesúítarnir höfðu séð herra Fukai síðast; hann fór út á Austursvæðið, það afdrep sem skrif- arinn kunni að hafa leitað til og gætti að honum meðal særðra og dauðra sem þar voru; hann fór til lögreglunnar og spurðist fyrir. Hann gat ekki komizt á snoðir um neitt um hann. Um kvöld- ið sagði guðfræðineminn, sem hafði búið í sama herbergi og herra Fukai í trúboðinu, prestunum frá því að skrifarinn hefði sagt við sig einn dag þegar hættumerki var gefið skömmu áður en sprengj- unni var kastað: „Japan er að deyja. Verði gerð raunveruleg loft- árás á Hiroshima, vil ég deyja með landinu okkar.“ Prestarnir ályktuðu að herra Fukai hefði hlaupið til baka til þess að fórna sér í eldinum. Þeir sáu hann aldrei framar. í Rauðakross-SPÍtalanum vann dr. Sasaki samfleytt í þrjá daga og svaf aðeins eina klukkustund. Annan daginn fór hann að sauma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.