Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 129
UMSAGNIR UM BÆKUR 223 ungu, og atriðisorðaskráin er nýjung í útgáfum íslenzkra fornrita yfirleitt. Þó að hún sé ekki ýkjamikil fyrirferðar, er hún hinn þarfasti hlutur, og má telja víst að margur fræðimaður á eftir að hafa hennar mikil not. Utgefendumir hafa skipt þannig með sér verkum að Jón Jóhannesson hefur samið inngang, ráðið greiningu sagnanna og tekið saman skrárnar, Magnús Finnbogason hefur séð um textann, ráðið stafsetningu og samið vísnaskýring- ar, Kristján Eldjám hefur samið textaskýringamar. Jóni Jóhannessyni hefur tekizt að koma ótrúlega miklu efni fyrir í tiltölu- lega stuttu máli í inngangi sínum. Þar er ekki aðeins gerð skilmerkileg grein fyrir handritum og samsetningu Sturlungu og raktar um það helztu niður- stöður fyrri manna, heldur hefur hann lagt margt nýtt fram frá eigin brjósti, og virðist það reist á traustum rökum. í upphafi er stutt og gagnorð lýsing á þjóðfélagsástandinu á Sturlungaöld, þar sem tæpt er á ýmsu sem æskilegt væri að höfundur gerði nánari grein fyrir, svo sem hlutverki hirðar Noregskonungs, ekki sízt þeirra Islendinga sem handgengnir voru, í viðleitni Hákonar að svæla undir sig landið. Þetta er merkilegt rannsóknarefni sem Jón Jóhannes- son á væntanlega eftir að gera betri skil. I greinargerð sinni fyrir handritum sögunnar byggir Jón að sjálfsögðu aðal- lega á rannsóknum KSlunds, en bendir þó réttilega á það að enn em ekki leyst öll vandamál í sambandi við sjálfan textann. Ástæðan er framar öllu sú að bæði skinnhandritin sem til eru af Sturlungu (Króksfjarðarhók og Reykjar- fjarðarbók) eru óheil, hið síðarnefnda aðeins sundurlaus hrot. Þó að papp- írsuppskriftir séu til af þeim báðum, þá er textum þeirra blandað svo í upp- skriftunum að mjög torvelt er að skera úr um það hvað staðið hefur í hvom skinnhandritinu, og er hér enn sitthvað ógert. Þar sem ræðir um handritin hefur skotizt inn smávilla hjá hinum vandvirka höfundi. Reykjarfjarðarbók er ekki kennd við Reykjarfjörð á Ströndum, heldur Reykjarfjörð í Suður- fjörðum í Arnarfirði. í því sambandi má og minnast á að Jón telur líklegt að báðar skinnbækurnar hafi haft Sturlunga sögu nafnlausa, en nokkrar líkur má þó færa fyrir því að í Reykjarfjarðarbók hafi hún verið kölluð Islendinga saga. Af klausu sem stendur á fremsta blaði Skarðsbókar (AM 350 fol.) sést að Björn Magnússon í Bæ á Rauðasandi hefur látið af hendi við Jón bróður sinn handrit sem nefnt er „íslendinga saga“, og þetta handrit er vafalaust Reykjarfjarðarbók, því að Gísli Jónsson í Reykjarfirði, sem átti hana þegar hún sundraðist, var einmitt sonur Jóns Magnússonar (sbr. formálann að XVI. hindi af Corpus codicum Islandicomm). Um einstakar sögur Sturlungusafnsins hefur Jón Jóhannesson víða komizt að nýjum niðurstöðum eða sett frarn ný rök fyrir gömlum kenningum, og fæ ég ekki betur séð en að það sé allt vandlega athugað, þó að röksemdafærsla hans mætti sums staðar vera ýtarlegri. Margt er t. d. nýtt í kenningum hans um niðurlag íslendinga sögu, Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða. A þessu sviði er inngangurinn því fræðilegur landvinningur, sem ekki verður geng- ið fram hjá í þeim rannsóknum sem síðar kunna að verða gerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.