Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 42
136
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Á fjárlögum fyrir árið 1947 eru ætlaðar 500 þús. kr. til náms-
styrkja alls konar erlendis. Engar skýrslur hafa verið birtar um
það hve mikið af þessum styrkjum hefur verið yfirfært, svo að
hér skal engum getum að því leitt hve mikið kann að hafa sparazt
á þessum lið. En auðsætt er að það getur ekki verið stórkostlegt,
eða réttara sagt, það getur aldrei orðið annað en nánasarlegasta
nurl sem engu máli skiptir um afkomu þjóðarinnar. í því sam-
bandi má aðeins benda á að Íslendingar hafa á síðustu árum orðið
að greiða stórfé fyrii aðstoð hinna og þessara erlendra sérfræð-
inga, vegna þess að hér hefur skort kunnáttumenn á ýmsum svið-
um. Sú gjaldeyriseyðsla hlýtur að fara minnkandi Jjví fleiri sér-
fræðinga og betur menntaða sem við eignumst, en beinasta leiðin
að því marki er ekki sú að skera niður námsstyrki.
Ef þjóðarbúskapur íslendinga getur ekki risið undir þeim út-
gjöldum sem hér hefur verið rætt um, þá er meiri alvara á ferðum
en almenningi er orðið ljóst. Að minnsta kosti liggur þá beint við
að spyrja hvort ekki séu æði mörg svið sem hægt væri að spara
frekar á en gert hefur verið, og þau eru ekki torfundin. Meðan það
hefur ekki verið sýnt og sannað að þessi útgjöld til menningarmála
séu okkur ofviða er þó ekki ástæða til að fara frekar út í þá sálma.
Þeim sem kann að vaxa það í augu hve miklu fé hefur verið varið
til bókakaupa má þó benda á rétt til gamans að á árinu 1945 voru
t. d. fluttar inn rúsínur fyrir allt að því sömu upphæð og bækur,
silkisokkar fyrir þrisvar sinnum meira fé, ilmvötn, hárvötn og skyld-
ar snyrtivörur (ekki sápa) fyrir 40% hærri upphæð o. s. frv.
Þetta ófremdarástand er búið að standa of lengi án þess að
íslenzkir menntamenn hafi risið upp til einhuga andmæla. Einstaka
menn hafa að vísu maldað í móinn, en það hefur bersýnilega lítil
áhrif. Ef hér verður ekki fljótlega gerð önnur skipun á, verða
menntamenn að sameinast um Jiá kröfu til Alþingis og ríkisstjórn-
arinnar um að koma þessum málum í viðunandi horf. Það minnsta
sem verður að heimta má draga saman í eftirfarandi atriði:
1) Innflutningur erlendra bóka verði aftur leyfður, ef til vill
með einhverj um hámarkstakmörkunum á gjaldeyriseyðslu, en þá
með fullri tryggingu fyrir því að veitt leyfi fáist yfirfærð.