Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 76
170
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nótt, áhyggjur og óreglulegt mataræði vikum saman, skyldur hans
við sóknarbörnin — allt þetta gerði sitt til að honum fannst hann
varla vera fær um erfiði nýs dags. Ennþá eitt var að: herra Tani-
moto hafði stundað guðfræði við Emory-háskólann í Atlanta í
Georgia; hann hafði lokið námi 1940; hann talaði ensku reip-
rennandi; hann klæddist bandarískum fötum; hann hafði skrifazt
á við marga bandaríska vini sína allt þangað til stríðið hófst; og
þar sem fólkið var heltekið af ótta við njósnir — ef til vill var
hann næstum heltekinn slíkum ótta sjálfur — var honum farið að
líða verr og verr. Lögreglan var oft búin að yfirheyra hann, og fá-
einum dögum áður hafði hann heyrt að valdamikill kunningi
hans, herra Tanaka, fyrrverandi yfirmaður við eimskipafélagið
Toyo Kisen Kaisha, fjandmaður kristinnar trúar, frægur í Hiro-
shima fyrir yfirlætislega góðgerðastarfsemi og kunnur að per-
sónulegri ágengni, hefði látið þau orð falla að Tanimoto skyldi eng-
inn treysta. Til þess að vega upp á móti þessu og sýna opinberlega
að hann væri góður Japani hafði herra Tanimoto tekið að sér
formennsku í tonarigumi, eða Grannafélaginu, í sínum bæjarhluta,
og hafði þannig bætt við venjulegar skyldur sínar og störf því hlut-
verki að skipuleggja varnir gegn loftárásum fyrir um tuttugu fjöl-
skyldur.
Áður en klukkan var orðin sex þennan morgun var herra Tani-
moto lagður af stað heim til herra Matsuo. Þar sá hann að byrði
þeirra átti að vera tansu, stór japanskur skápur, fullur af fötum
og húsmunum. Þeir lögðu af stað. Þennan morgun var heiðskírt
og svo heitt að allar líkur voru á að dagurinn yrði erfiður. Nokkr-
um mínútum eftir að þeir lögðu af stað var gefið hættumerki —
mínútulangt gól sem varaði við því að flugvélar nálguðust, en boð-
aði íbúum Hiroshima aðeins litla hættu, því að það hljómaði á
hverjum morgni um þetta leyti, þegar amerísk veðurrannsóknarvél
flaug yfir. Mennirnir drógu og ýttu handvagninum gegnum götur
borgarinnar. Hiroshima var í laginu eins og blævangur, stóð að
mestu á sex eyjum sem mynduðust af sjö árkvíslum úr Ota-ánni; í
helztu verzlunar- og íbúðarhverfum borgarinnar, sem tóku yfir um
fjórar fermílur í miðri borginni, bjuggu þrír fjórðu hlutar íbú-
anna, en tala þeirra hafði verið lækkuð með skipulögðum brott-