Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 76
170 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nótt, áhyggjur og óreglulegt mataræði vikum saman, skyldur hans við sóknarbörnin — allt þetta gerði sitt til að honum fannst hann varla vera fær um erfiði nýs dags. Ennþá eitt var að: herra Tani- moto hafði stundað guðfræði við Emory-háskólann í Atlanta í Georgia; hann hafði lokið námi 1940; hann talaði ensku reip- rennandi; hann klæddist bandarískum fötum; hann hafði skrifazt á við marga bandaríska vini sína allt þangað til stríðið hófst; og þar sem fólkið var heltekið af ótta við njósnir — ef til vill var hann næstum heltekinn slíkum ótta sjálfur — var honum farið að líða verr og verr. Lögreglan var oft búin að yfirheyra hann, og fá- einum dögum áður hafði hann heyrt að valdamikill kunningi hans, herra Tanaka, fyrrverandi yfirmaður við eimskipafélagið Toyo Kisen Kaisha, fjandmaður kristinnar trúar, frægur í Hiro- shima fyrir yfirlætislega góðgerðastarfsemi og kunnur að per- sónulegri ágengni, hefði látið þau orð falla að Tanimoto skyldi eng- inn treysta. Til þess að vega upp á móti þessu og sýna opinberlega að hann væri góður Japani hafði herra Tanimoto tekið að sér formennsku í tonarigumi, eða Grannafélaginu, í sínum bæjarhluta, og hafði þannig bætt við venjulegar skyldur sínar og störf því hlut- verki að skipuleggja varnir gegn loftárásum fyrir um tuttugu fjöl- skyldur. Áður en klukkan var orðin sex þennan morgun var herra Tani- moto lagður af stað heim til herra Matsuo. Þar sá hann að byrði þeirra átti að vera tansu, stór japanskur skápur, fullur af fötum og húsmunum. Þeir lögðu af stað. Þennan morgun var heiðskírt og svo heitt að allar líkur voru á að dagurinn yrði erfiður. Nokkr- um mínútum eftir að þeir lögðu af stað var gefið hættumerki — mínútulangt gól sem varaði við því að flugvélar nálguðust, en boð- aði íbúum Hiroshima aðeins litla hættu, því að það hljómaði á hverjum morgni um þetta leyti, þegar amerísk veðurrannsóknarvél flaug yfir. Mennirnir drógu og ýttu handvagninum gegnum götur borgarinnar. Hiroshima var í laginu eins og blævangur, stóð að mestu á sex eyjum sem mynduðust af sjö árkvíslum úr Ota-ánni; í helztu verzlunar- og íbúðarhverfum borgarinnar, sem tóku yfir um fjórar fermílur í miðri borginni, bjuggu þrír fjórðu hlutar íbú- anna, en tala þeirra hafði verið lækkuð með skipulögðum brott-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.