Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 26
121) TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR í veg fyrir þessa „smyglstarfsemi“, er hringurinn kallaði svo, var Jjað ráð upp tekið, að blanda örlitlu af arseníki í duftið. Þar með var óleyfilegt samkvæmt lögum að nota það við tannsmíði. Þetta er gott dæmi um lagni hringanna að fara ýmist í kringum laga- ákvæði eða nota þau sér til framdráttar. D-fjörefni Sagan uin D-fjörefnið er ljótt dæmi um það, hvernig vísindalegar uppgötvanir eru hagnýttar til auðsöfnunar örfárra einstaklinga, en ekkert skeytt um að láta þær verða almenningi til heilla. Arið 1923 sýndi Harry Steenbock, prófessor við háskólann í Wisconsin, fram á það, að D-fjörefni myndaðist í ýmsum fæðutegundum við geislun með útfjólubláum geislum. Næstu ár fékk hann þrjú einkaleyfi fyrir aðferðum við geislun fæðutegunda, og sérstakri stofnun, Wisconsin- stofnuninni, var komið á fót til að hagnýta þessi einkaleyfi. Svo átti að heita, að stofnunin hefði það eitt markmið að nota aðferðir Steenbocks til að bæta heilsu almennings og styðja vísindalegar rannsóknir. Raunin varð þó önnur. Orfáum fyrirtækjunr var veitt einkaleyfi til að nota aðferðirnar gegn sérstöku gjaldi. Þannig var greiddur sérstakur tollur til stofnunarinnar auk þess einokunarverðs, sem hvert fyrirtæki gat haldið uppi í skjóli einkaleyfanna. Á sama tima og hreinar tekjur stofnunarinnar á ári hverju voru á aðra miljón dollara, var lítil flaska af D-fjörefnisvökva seld á fjóra doll- ara, — verði, sem var langt umfram fjárhagslega getu alls þorra þeirra foreldra, er þurftu að gefa börnum sínum þetta nauðsynlega lyf; 1 heimsstyrjöldinni síðustu voru 17miljón Bandaríkjamanna kallaðir til herþjónustu. Af þeim voru 5 miljónir dæmdir óhæfir til herþjónustu, af þeim rúmur helmingur vegna galla á beinabygg- ingu eða tannskemmda. Allir þessir piltar höfðu alizt upp eftir að uppgötvanir Steenbocks höfðu verið gerðar. Mikill meirihluti þeirra hefðu verið fullhraustir, ef þessar uppgötvanir hefðu verið hagnýttar til almenningsheilla, í stað þess að vera gerðar að féþúfu samvizku- lausra braskara. Þáttur Wisconsin-háskólans í þessu máli er ekki glæsilegur. Hluti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.