Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 106
200 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þá írá bátnum, og meöan hann gerði það fann hann til slíkrar skelfingar af að trufla hina látnu — honum fannst hann koma í veg fyrir að þeir gætu látið frá landi í draugalega ferð sína — að hann sagði upphátt: „Viljið þið fyrirgefa mér að ég tek bátinn. Ég verð að nota hann handa öðrum, seni eru á lífi.“ Flatbytnan var þung, en honum tókst þó að ýta henni út á ána. Engar árar voru í henni, og það eina sem hann fann til að knýja bátinn áfram var gildur bambusstöngull. Hann þokaði bátnum uppstreymis að þeim hluta garðsins þar sem fólkið var flest, og fór að ferja hina særðu. Hann gat tekið tíu eða tólf í bátinn í hverri ferð, en þar sem áin var of djúp í miðjunni til þess að hann gæti stjakað bátnuin yfir, varð hann að róa með bambusstönglinum, og þess vegna var hann mjög lengi í hverri ferð. Þannig stritaði hann marga klukkutíma. Snemma síðari hluta dagsins kom eldurinn æðandi í skóginn í Asano-garðinum. Herra Tanimoto veitti honum fyrst athygli eitt sinn þegar hann kom aftur í bát sínum og sá að inikill fjöldi fólks hafði flutt sig niður að ánni. Þegar hann var kominn að, gekk hann á land að athuga málið, og þegar hann sá eldinn hrópaði hann: „Allir ungir menn sem ekki eru mikið særðir verða að koma með mér!“ Faðir Kleinsorge flutti föður Schiffer og föður LaSalIe niður að árþakkanum og bað fólk að koma þeim yfir ef eldurinn nálgaðist um of, og síðan gerðist hann einn af aðstoðarmönnum Tanimotos. Herra Tanimoto sendi nokkra að gá að fötum og skjól- um og sagði öðrum að lemja logandi runnana með klæðum sínum; þegar ílátin voru komin myndaði hann handlangararöð frá einni tjörninni í klettagörðunum. Þeir börðust við eldinn í meira en tvo tíma og réðu að lokum niðurlögum hans. Meðan menn herra Tani- motos voru að starfi sínu, þjappaði skelkað fólkið í garðinum sér nær og nær ánni, og að lokum var múgurinn farinn að ýta þeim ólánssömu sem stóðu á sjálfum bakkanum út í vatnið. Meðal þeirra sem hröktust út í vatnið og drukknuðu voru frú Matsumoto frá Meþódistaskólanum og dóttir hennar. Þegar faðir Kleinsorge kom aftur eftir baráttu sína við eldinn, sá hann að föður Schiffer blæddi enn og hann var orðinn hræðilega fölur. Nokkrir Japanar stóðu í kring og horfðu á hann, og faðir Schiffer hvíslaði með veiku brosi: „Mér finnst ég þegar vera dá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.