Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 89
HIROSHIMA 183 Herra Tanimoto leit af þessari sjón þegar hann heyrði herra Matsuo hrópa og spyrja hvort hann væri óskaddaður. Herra Matsuo hafði haft öruggt skjól af rúmfötunum í anddyrinu þegar húsið hrundi, og hafði nú brotizt út. Herra Tanimoto virti hann varla svars. Hann hafði minnzt konu sinnar og barns, kirkju sinn- ar, heimilis síns, sóknarbarna sinna, sem allt var niðri í þessum hræðilegu myrkradjúpum. Aftur tók hann til fótanna í skelfingu — í áttina til borgarinnar. Frú Hatsuyo Nakamura, klæðskeraekkjan, hafði brotizt undan rúst- um húss síns eftir sprenginguna og séð Myeko, hið yngsta af þrem börnum sínum, grafna upp að brjósti án þess að geta hreyft sig, og klöngraðist nú yfir rústirnar, togaði í fjalir, kastaði burt tígul- steinum í miklum flýti til þess að losa barnið sitt. Þá heyröi hún tvær veikar raddir hrópa og þær virtust koma úr hellum langt fyrir neðan hana: „Tasuhete! Tasukete! Hjálp Hjálp!“ Hún hrópaði nöfn tíu ára gamals sonar síns og átta ára gamallar dóttur: „Toshio! Yaeko!“ Raddirnar fyrir neðan svöruðu. Frú Nakamura hætti að hugsa um Myeko, sem gat þó að minnsta kosti andað, og þeytti burt rústunum í tryllingi ofan af hrópandi röddunum. Börnin höfðu sofiÖ um tíu fet hvort frá öðru, en nú virtust raddir þeirar koma úr sama stað. Toshio, drengurinn, virt- ist geta hreyft sig eitthvað, því að hún fann að hann gróf að neðan- verðu í hauginn af spýtum og tígulsteinum sem hún var að bisa við að ofan. AS lokum sá hún höfuðið á honum, og hún dró hann í flýti út á höföinu. Flugnanet var flækt um fæturna á honum, eins og þvi hefði verið vandlega vafið. Hann sagðist hafa kastazt beint yfir herbergið og lent ofan á systur sinni Yaeko undir rústunum. Nú sagði hún neðan úr rústunum að hún gæti ekki hreyft sig, vegna þess að eitthvað lægi ofan á fótunum á sér. Með því að grafa dá- lítið meira gat frú Nakamura gert op fyrir ofan barnið og fór að toga í handlegginn á henni. „Itai! Það er sárt!“ hrópaði Yaeko. Frú Nakamura kallaði: „Það er enginn tími til að tala um hvort það sé sárt eða ekki,“ og kippti dóttur sinni skælandi upp úr rúst-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.