Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 108
202 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR blóðrisa fætur. Hvirfilvindurinn færðist út yfir ána, sogaði þar upp vatnsstrók og hjaðnaði síðan smátt og smátt. Eftir rokið fór herra Tanimoto að ferja fólk aftur, og faðir Kleinsorge bað guðfræðinemann að fara með honum og reyna að komast til jesúítaklaustursins í Nagatsuka, en það var um þrjár mílur frá miðbiki borgarinnar, og biðja prestana þar að koma föður Schiffer og föður LaSalle til hjálpar. Guðfræðineminn fór í bátinn ásamt herra Tanimoto og lagði af stað með honum. Faðir Kleinsorge spurði frú Nakamura hvort hún vildi fara til Nagatsuka með prestunum þegar þeir kæmu. Hún sagðist hafa ýmislegt dót með sér og börnin væru veik — þau köstuðu ennþá upp við og við, og það gerði hún raunar líka — og þess vegna var hún hrædd um að hún gæti ekki farið. Hann sagðist halda að prestarnir úr klaustr- inu myndu koma aftur daginn eftir með handvagn og ná í hana. Seint um kvöldið þegar herra Tanimoto kom um stund á land, en dugnaður hans og framtakssemi var nú orðinn huggun margra, heyrði hann fólk biðja um mat. Hann ráðgaðist við föðúr Klein- sorge, og þeir ákváðu að fara aftur inn í borgina og ná í hrísgrjón úr loftvarnarskýli Grannafélagsins, sem herra Tanimoto stóð fyrir, og úr skýli trúboðsins. Faðir Cieslik og tveir eða þrír aðrir fóru með þeim. í fyrstu vissu þeir ekki hvar þeir voru þegar þeir gengu fram með röðum gereyddra húsa; breytingin var of snögg, úr athafnaborg með tvö hundruð og fjörutíu og fimm þúsund íbúa um morguninn í tómar rústir um kvöldið. Malhikið á götunum var enn svo mjúkt og heitt eftir eldana að óþægilegt var að ganga á því. Þeir mættu aðeins einni manneskju, konu sem sagði við þá þegar þeir gengu fram hjá: „Maðurinn minn er í þessari ösku.“ Herra Tanimoto skildi við þá hjá trúboðsstöðinni, og þar varð séra Kleinsorge fyrir þeim vonbrigðum að sjá trúboðshúsið gereytt. Á leiðinni í skýlið sá hann stiknað grasker á grein í garðinum. Þeir faðir Cieslik brögðuðu á því, og það var gott. Þeim kom á óvart hvað þeir voru soltnir, og þeir fengu sér talsvert að borða. Þeir náðu í marga poka af hrísgrjónum og söfnuðu ennþá fleiri graskerum og grófu upp kartöflur sem voru vel bakaðar niðri í moldinni, og héldu síðan af stað til baka. Herra Tanimoto slóst aftur í för með þeim á leiðinni. Einn af þeim sem með honum voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.