Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 13
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
r
Hvar stendur Island?
1
Eitt sinn að nýju vori leit Jónas Hallgrímsson yfir liðinn áfanga í
sögu íslands og spurði: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir
veg? A hverjum tímamótum gefst ástæða til að spyrja hins sama, ekki
sízt nú, að hálfnaðri öld sem látið hefur jafn mikið yfir sér. Svar ís-
lendinga getur ekki orðið nema á eina leið: Hin tuttugasta öld hefur
það sem af er flutt með sér auð og gæði. Land og þjóð eru ekki þekkj-
anleg fyrir söm og áður, svo miklar hafa framfarirnar orðið og um-
sköpun á margan veg. Yngstu kynslóðir íslendinga sem lifað hafa við
meiri allsnægtir og auðveldara lífi en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar
geta ekki einu sinni gert sér í hugarlund kj ör fyrri alda, fremur en afar
okkar og ömmur hefðu getað látið sig dreyma um það líf sem við höf-
um notið. Engum dytti í hug nú að yrkja um ísland svipað því sem
Bólu-Hjálmar gerði í hátíðarljóðum sínum 1874 um hina beinaberu
móður eða Einar Benediktsson í ljóðum til Þingvallafundarins 1888,
Vér höfum land og óðal fyrir augum
útsogið, kvalið, dautt úr öllum taugum.
Oðru nær, gróður hefur breiðzt um landið, og þjóðin horft við sólu í
nýjum blóma.
2
Ljóst er að sjá hversu vísindin hafa eflt alla dáð á þessum aldar-
helmingi. Fáar hendur hafa með hjálp nýrra tækja hlaðið upp bæjum
og þorpum á ströndum íslands og búið húsin, fjölmörg þeirra, dýrind-
is þægindum og lýst þau nýrri birtu. Auð sem við vissum ekki um
áður, og þekkjum ekki enn til hálfs, hafa atvinnutækin nýju dregið úr
skauti íslands, fiskimiðum, jarðvegi og fossum landsins, og skip okkar