Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 19
HVAR STENDUR ÍSLAND?
9
að vera sjálfstætt, geta staðið óstutt fjárhagslega né þá heldur stjórnar-
farslega. Hún gekk eftir lýðveldisstofnunina til samstarfs við verka-
lýðsstéttina um viðreisnarstefnu í atvinnumálum, jafnvel um stórkost-
legt átak til að hefja Island af nýlendustiginu og leggja grundvöll að
efnahagslegu sjálfstæði þess. En þótt einstaka fulltrúar hennar sýndu
þar nokkurn kjark í svipinn, trúði ekki auðstéttin, hvað þá hinir aftur-
haldssömu bændaforingjar, á sigur jafn djarfrar framfarastefnu, og
brá fæti fyrir hana frá upphafi, reyndar m. a. af hræðslu við að ítök
verkalýðsins yrðu of mikil í framkvæmd hennar.
Eins og þjóðhollir menn sögðu fyrir gat þessi samningur ekki leitt
til annars en sífellt aukinnar eftirgjafar á sjálfsforræði íslands, en þó
hefur oltið hraðar undan brekku en nokkur lét sig gruna. íslenzkir
stjórnarherrar ætluðu sér ekki upphaflega að gera marshallsamning-
inn, einn þeirra lýsti yfir því á alþingi að hann vonaði að sú ógæfa
henti aldrei þjóðina. En samningurinn var engu að síður auðmjúkleg-
ast gerður fyrir forgöngu þessa sama manns, og hefur vissulega þó
ekki sé lengra um liðið orðið til þeirrar ógæfu sem hann spáði. Eflaust
fæddist ekki heldur sú hugsun í kolli nokkurs íslendings að ætla ís-
lendingum að ganga í hernaðarbandalag, svo fjarstætt sem það er öllu
viti. En óðara en fyrirmælin komu brugðust hinir sömu leiðtogar borg-
araflokkanna sem gerðu Keflavíkursamninginn skjótlega við, samstilltu
áróður sinn í einni svipan í útvarpi og blöðum (um áramótin 1948
—9), hrópuðu voða fyrir dyrum ef ísland fengi ekki „sterkustu víg-
vélar og öflugustu morðtæki“, og urðu svo heitir fyrir hernaði að þeir
fylktu sjálfir liði í þinghúsinu og lögðu að eigin sögn lífið í hættu til
að koma íslendingum út í dauðann. (Meðal vesturevrópuþjóða er at-
lantshafsbandalagið nefnt „bandalag dauðans“.) Þannig er brautin
troðin út í endalausar ófærur. Svona greið eru mökin við erlent nauð-
ungarvald.
9
Þeim aðgerðum sem hér er lýst hefur fylgt nýtt og óhugnanlegt fyrir-
hæri í íslenzkum stjórnmálum, sem ekki verður nógsamlega vakin at-
hygli á, þ. e. málflutningur af óheiðarlegasta tagi. Er ekki að sökum að
spyrja að leiðtogar sem gangast fyrir verkum sem þeim er sjálfum ljóst
að eru þjóðinni til ógæfu geta ekki komið til dyranna eins og þeir eru