Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 22
12 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stéttin hrærir ekki tungu stendur varla upp bóndi né menntamaður til að mæla íslenzku máli og verja arfhelgan rétt og lífsvonir þjóðarinnar. 11 Islendingum er ekki undanfæri að gera sér ljóst að þeir hafa ekki við neina um að sakast hvernig málum er komið aðra en sjálfa sig og það auðvald sem þeir hafa kosið yfir sig og lagt sig undir. Hvorki þróun í heimsmálum né lega íslands á hnettinum hefur gefið afsakan- legt tilefni til þeirrar stj órnarstefnu sem tekin hefur verið upp síðustu árin. Hún er sjálfskaparvíti, heimskuleg og óþörf, og gat ekki annað en leitt út í ógöngur. Vissulega er það höfuðeinkenni þessarar aldar á heimsmælikvarða, að hugsjónir og hagskipulag sósíalismans undir for- ystu verklýðsstéttarinnar hafa verið að ryðja sér til rúms með hröðu afli. Hagkerfi auðvaldsins hefur í tveim styrjöldum beðið geysilegt af- hroð, misst drjúgan hluta af heiminum undir yfirráð sósíalismans, orð- ið að draga inn klærnar víða í nýlendunum, ýmis sterkustu forvígi þess eins og Þýzkaland og Japan hrunin í rúst, England orðið lamað með sljóa tönn, Asía mestöll gengin því úr greipum, hagkerfi þess í Vestur- evrópu svo á horriminni að það verður að fá daglegar innspýtingar frá Ameríku til að skrimta, en þó máttfarnari með hverju ári. Höfuðvald og auður kapítalismans hefur flutzt til Bandaríkjanna, og þaðan er honum stjórnað harðri járnhendi en ekki að sama skapi af viturri for- sjá. Meginstefnan hefur verið síðan um stríð, og hófst reyndar í stríð- inu, að setja upp herstöðvar allt í kringum lönd sósíalismans (þær eru 830 talsins), reyna að afkróa þau, banna eftir getu öll viðskipti við þau og hindra útbreiðslu hans þaðan með því að lemja inn í heilabúið á borgurum auðvaldsríkjanna með áróðri að fyrirmynd Göbbels (og hnitjöfnum að sannleiksgildi) um fangabúðir, barnaþrælkun, einræði osfrv., að þar sé ekki einasta helvíti á jörðu heldur séu þessi lönd svarnir óvinir sem hyggi á vopnaða árás, og styrjöld við þau sé bæði óhjákvæmileg og siðferðileg skylda(!!) okkar með hreinu hugsjónirn- ar hér í sæluríkjunum vestra. Staðreyndir um sósíalismann tala hins vegar öðru máli. Hann gegnir í sögulegum skilningi á þessari öld því hlutverki sem kapítalisminn gerði á 18. og 19. öld, að vera frelsisbar- átta mannkynsins undan úreltum þjóðfélagsháttum, en með þeim eðlis- mun m. a. að hann er friðarstefna, reisir skipulag sitt á sameign og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.