Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heimur, hverjum þeim sem hefur augu til að sjá og skynja. Öldin er mannkynsins. Öldin er íslands. Lífssigur okkar er að skilja lögmál hennar og hlíta þeim, láta ekki slíta okkur úr tengslum við þróunina, og vita að við megum treysta á land og þjóð. Og framar öllu að láta okkur ekki skorta einurð og hugrekki sem er eins og Jón Sigurðsson komst að orði ómissandi hverjum þeim sem vill vinna þjóð sinni gagn. 14 Einn atburður úr sjálfstæðisbaráttu íslendinga hefur greypzt fastar í minni en nokkur annar. Hann gerðist á þjóðfundinum í Reykjavík 1851, fyrir réttum hundrað árum. Konungur hafði nokkrum árum áður heitið íslendingum sérstjórn og endurreisn alþingis, en Dana- stjórn var nú ráðin í að hafa það loforð að engu og gera ísland að amti í Danmörku og láta það ganga undir dönsk lög, og hugsaði sér að knýja Islendinga til þess með valdi og sendi í því skyni herlið til landsins sem var látið vera á stjái á götum Reykjavíkur meðan þjóð- fundurinn stóð. Einn prestur gerði fyrirspurn hverju það sætti að her væri kominn til landsins, en fékk loðin svör. Á hinn bóginn létu ekki þjóðfundarmenn herinn skelfa sig, né hafa áhrif á einurð sína nema til að skerpa hana, og vera sér kvaðning um að betur þyrfti að gæta en ella málstaðar landsins. Stóðu þeir fast á máli sínu undir forystu Jóns Sigurðssonar, jafnvel sumir af þeim konungkjörnu. En svipmest af þessum fundi, sem gert hefur hann að marksteini í sjálfstæðisbaráttu Islendinga, eru viðbrögð þjóðfundarmanna þegar fulltrúi hins erlenda valds, Trampe greifi, vildi beita fundinn ofbeldi og slíta honum, og Jón Sigurðsson lét hann ekki ljúka orðum, stóð upp og sagði: ég mótmœli, og fulltrúar íslands tóku undir einum rómi: vér mótmælum allir. Þeir létu ofbeldið ekki lækka sig, heldur stælti það hugdirfsku þeirra og þeir gengu að vörmu spori af fundinum til að búast til nýrrar sóknar, og þeim bjó sú þykkja í skapi að þeir neituðu allir að sitja veizlu kon- ungsfulltrúa um kvöldið. Mótmæli Jóns Sigurðssonar og þjóðfundar- ins urðu kjörorð íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni upp þaðan, leiftr- andi fáni sem þeir skipuðu sér undir, leiðarljós hverjum íslendingi sem vildi vinna landi sínu. Á aldarafmæli þessa viðburðar, sem svo fögrum ljóma stafar af í sögu íslands, ber hugsjónir Jóns Sigurðssonar ekki hátt í stjórnarsöl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.