Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 33
ÞÓRBERGURÞÓRÐARSON:
Með friði lifum við * í styrjöld deyjum við
Erindi jlutt í Austurbœjarbíói 10. des. 1950. Dálítið breytt.
Heiðruðu áheyrendur!
Eg geri ráð fyrir, að hinir geigvænlegu heimsviðburðir, sem nú
grúfa yfir gervöllu mannkyni, hafi rekið alla heilvita menn til að svara
sjálfum sér þessari spurningu alveg fölskvalaust og í fullri einlægni:
Er ég með eða móti nýrri heimsstyrjöld?
Við þessari mikilvægu og þó einföldu sjálfsprófun eru aðeins til tvö
svör: já eða nei. Þar er enginn meðalvegur. Þar eig'a bókstaflega heima
orð meistarans mikla: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér.“ Sá,
sem er „hlutlaus“ gagnvart nýrri heimsstyrjöld, hann er með henni.
Ég veit, að margir hafa svarað þessari spurningu af hreinu hjarta:
Ég er móti nýrri heimsstyrjöld. Og ég vona, að þetta fólk myndi gera
allt, sem í þess valdi stæði til að afstýra slíkum veraldarvoða.
En mig grunar, því miður, að hinir munu þó fleiri hér á landi, sem
ala í brjósti meira eða minna vitandi þrá eftir nýrri heimsstyrj öld.
Þessi þrá ætla ég, að sé vaxin og nærð af tveimur vonum. í fyrsta lagi
af þeirri von, að nýtt stríðsbál muni leggja oss í hendur svipuð upp-
gangs- og auðsöfnunar-tækifæri sem síðasta heimsstyrjöld. í öðru lagi,
að hún muni þurrka sósíalismann burt af jarðarhnettinum. Það er til
þessa fólks, sem ég vildi sérstaklega beina orðum mínum.
í næstu heimsstyrjöld, ef til hennar kemur, verður ísland allt öðru-
vísi sett en í síðasta stríði. Þá mátti heita, að við stæðum nærri þvi
fyrir utan átök stríðsaðilja, því að Þjóðverjar beindu öllum aðalher-
afla sínum á landi og í lofti til sóknar austur yfir álfuna og meginstyrj-
öldin var háð austur í Rússlandi. í skjóli þess gerðust hér uppgangstím-
ar og mörgum græddist mikið fé.
En í næstu heimsstyrjöld horfir stríðsstaðan þannig við, að höfuð-