Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 36
26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þennan útskaga byggja, yfir þúsund miljónir, eru ekki langt frá
uppreisnarástandi gegn hvítu möngurunum, því að þær hafa dálítið
óskemmtilega reynslu af nýlendupólitík þeirra á síðustu öldum. Ein
þessara þjóða, Kínverjar, yfir 400 miljónir manna, hefur þegar tekið
upp sósíalistiskt þjóðskipulag, að sovétþjóðum Asíu auðvitað ógleymd-
um. Sumar hinna heyja nú harðsnúna baráttu fyrir frelsi sínu undan
nýlendukúgun og arðráni auðvaldsríkjanna, til dæmis Kórea, Indókína
og Malajalönd.
Hvað er sagt með þessu?
Það, sem sagt er, það er þetta:
Ef þriðja heimsstyrj öldin skylli yfir, myndu allar þessar þjóðir rísa
upp sem einn maður gegn árásaröflunum.
Hvernig liti vígstaðan þá út?
Allur meginhluti fastalandsblakkarinnar, alla leið austan frá Berings-
sundi vestur til Pýrenafjalla og sunnan frá Kyrrahafi norður að Ishafi,
sjálfri sér nóg um öll lífsins gæði og allt, sem að hernaði lýtur, væri
þar með komin í styrjöld við árásarríki hins kapitalistiska heims, en
mjög vafasamt, að þau lönd Asíu á meginlandinu, sem ekki eru hér með
talin, til dæmis Indland, létu siga sér út í stríð gegn öðrum Asíuþjóð-
um. Og utan þessarar meginlandsvíðáttu myndu brjótast út hér og þar
uppreisnir og skæruhernaður undirokaðra þjóða, svo sem meðal svert-
ingja Afríku og íbúanna á sumum eylöndum Kyrrahafsins.
Nú langar mig til að spyrja: Hvernig fara menn að því að samrýma
það raunsærri dómgreind, að stríðsaðiljar, sem yrðu að flytja mikið af
herstyrk sínum og hergögnum yfir víðáttumikil veraldarhöf til þess að
ná í lurginn á andstæðingnum, fái gengið með sigur af hólmi yfir slíkri
meginlandseiningu, þrautþjálfaðri í styrjöldum og skæruhernaði, jafn-
vel þó að gengið sé fram hjá því sálræna atriði, sem er mjög mikilvægt
í hernaði, að þessi leikur yrði háður annars vegar milli úrelts og lífs-
þreytts þjóðskipulags, en á hinn bóginn nýrra og ferskra þjóðfélags-
hátta með mikla skipulagsyfirburði og þegna gædda ódrepandi trú á
hagkerfi sitt og heimsskoðun?
Mér verður sennilega svarað:
Það verður atómsprengja Bandaríkjanna, sem malar þetta allt sam-
an niður.
Jæja, þið haldið það. En mér kæmi ekki á óvart, þó að þið, sem