Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 39
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ • í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ
29
ar tvær, sem á undan eru gengn-
ar, og virtist þar þó fullur mælir
af hvorutveggja. Þar að auki má
gera ráð fyrir, að hún nái yfir víð-
ari svæði. Og um það er varla til
ágreiningur, mér vitanlega, að hún
myndi þurrka út menninguna og
afmá mikinn hluta mannkynsins á
jörðinni. Ég er sannfærður um, að
ykkur yrði ekki unnt að draga það
í efa, ef þið grandskoðuðuð alla
málavexti með það eitt fyrir aug-
um að draga af þeim réttar álykt-
anir, að þessi hildarleikur verði
banabiti auðvaldsins og sigur
hinna róttæku afla um allan heim,
Þórbergur ÞórSarson aS lesa í dagblaSi , , .
i lestinni til Sheffield. - Myndina tók °° >’kkUr sennllega kunnugl Um>
Jónas Árnason. aS Þetta er orðln skoðun fjólda
manna í öllum pólitískum flokkum
og einmitt þeirra manna, sem hafa leitazt við að hugsa þessi mál til enda
í staðinn fyrir að æpa í þekkingarleysi og óraunhæfu mati á öllum stað-
reyndum: Kommúnistar! Yfirgangur Rússa! Atómsprengja Bandaríkj-
anna! En heimsstyrjöld yrði búin að leiða svo miklar skelfingar yfir
mannkynið, áður en sá sigur verður unninn, að það verður að afstýra
þeim voða, að hún detti á.
Er það hægt? Er unnt að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld?
Já, með fullri vissu.
Og hvernig er það unnt?
Það er unnt, og það er meira að segja auðvelt með því móti, að
skipuleggja samstillt fjöldasamtök um allan heim, sem krefjist þess skil-
■yrðislaust af þingum, ríkisstjórnum og sameinuðu þjóðunum, að friður
milli rikja sé tryggður yfir alla jörð, nýlenduyfirráðum aflétt, milli-
ríkjastyrjöld og styrjaldaráróður brennimerkt sem glcepur gegn mann-
kyninu og þeir herrar stimplaðir stríðsglœpamenn, er slíka iðju reka
á vígvöllum, í bókum, blöðum, kvikmyndahúsum eða útvarpi. Með slík-
um múgsamtökum má einangra hvert það ríki, sem hefur hernaðarárás