Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 44
34 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vinnur verk sín íyrir allt mannkynið, alla einstaklinga, sem jörðina byggja. En sennilega vinnur hún engum annað eins guðsþakkarverk sem sjálfum upphafsmönnum stríðsæsinganna og styrjaldaráróðursins, þó að þeir hafi ekki ennþá borið gæfu til að skilja það. En só dagur kemur vissulega, að þeir munu skilja það. Því að enginn glæpur getur dregið eftir sér jafn þungar og átakanlegar afleiðingar sem sá að hafa átt frumkvæði að því að týna lífi mannkynsins. Guð lætur ekki að sér hæða. Og fyrir honum verða glæpir ekki faldir undir yfirskini ,,land- varna frjálsra þjóða“. Hvar haldið þið, sem trúið á líf eftir dauðann, að Hitler sé nú? Haldið þið kannski, að hann tróni forkláraður í „ríki ljóssins“? Hafið þið aldrei hugsað svona langt? Rista þeir vandamála- sérfræðingarnir Truman og Attlee svo grunnt, að þeir hafi aldrei leitt hugann að þessu vandamáli? Að hegða sér eins og ekki sé til lögmál or- saka og afleiðinga, — það getur liver aukvisinn. Það þarf engan Eirík járnhrygg til að kasta atómsprengju yfir börn í vöggu og mæður á bæn. En það þarf sterkt bak til þess að kikna ekki undan afleiðingum slíkra •athafna. Og þeir, sem reka erindi þvílíkra fyrirtækja í blöðum og út- varpi, þó að í fíflsku sé gert, þeir eiga líka eftir að svara til mikillar skuldar. Hér á landi hefur verið haldið uppi móðursjúkum æsingaáróðri gegn friðarhreyfingunni og Stokkhólmsávarpinu. Það hefur verið lamið inn í fólk meðal annarra fáránlegheita, að friðarsamtökin sé gerð til að hjálpa Rússum í fyrirhugaðri árásarstyrjöld á „lýðræðisríkin“. Og margir virðast trúa þessu bulli. En hví ekki að gera allt, sem unnt er, til þess að koma í veg fyrir slíka skelfingu, ef satt er, að hún sé í vændum. Það sýnist vera einfalt mál. Öruggasta leiðin til að bægja henni frá er einmitt sú, að þeir, sem þessu trúa eða látast trúa, gangi unnvörpum í friðarhreyfinguna. Þeir myndu verða þar miklu fjölmennari en vinir Stokkhólmsávarpsins. Sá munur á höfðatölu gæti efalaust orðið svo mikill, að þeim, sem hræðast Rússa eða þykjast hræðast, væri í lófa lagið að hafa tögl og hagldir innan samtakanna. A Islandi rituðu að- eins 5000 sálir undir ávarpið. Myndu þau 100000, sem ekki vildu setja nafn sitt undir það, ekki verða hinum sterkari, ef þeir gengju til sam- fylkingar við þá um verndun friðarins? Eða myndu ekki þær 1500 miljónir af íbúum heimsins, sem ekki stóðu undir ávarpinu, mega sín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.