Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 48
38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nákvæmlega rétt fyrir gang síðustu heimsstyrj aldar, ritar svo um Vest-
urevrópuherina fyrirhuguðu:
„Þannig, samkvæmt áætluninni,, eiga sex sjöttu hlutar Vesturevrópu-
heraflans aS vera ÞjóSverjar, Frakkar og Beneluxhersveitir, afturgöng-
uin líkar fylkingar sigraSra og sundraSra herja úr annari heimsstyrj-
öldinni.“
Þetta er ekki sagt til aS hræSa, heldur í því skyni aS vara ykkur viS
staSreyndum í tæka tíS.
Herra Truman forseti sagSi í jólaboSskap sínum á dögunum, aS því
er útvarpiS hafSi eftir honum, aS bezta vopniS fyrir friSi væri trúin.
Þetta er aS sönnu lítiS frumleg vísa. En hún getur veriS góS fyrir því.
ViS skulum vona, aS okkur sé óhætt aS taka svo háttsettan og ábyrg-
an mann sem sjálfan forseta Bandaríkjanna alvarlega, aS minnsta kosti
þegar hann tilkynnir heiminum opinberan boSskap á sjálfri fæSingar-
hátíS Frelsarans. Og viS skulum ennfremur vona, aS honum hafi ekki
gleymzt á þeirri hátíSlegu stundu þessi orS höfundar kristinnar trúar:
„Sælir eru friSflytjendur, því aS þeir munu GuSs synir kallaSir verSa“,
og ekki heldur þessi áminning, sem hann veitti hinum herskáa og veik-
lundaSa Pétri, þegar hann ætlaSi aS grípa til vopna: „SlíSra þú sverS
þitt; því aS allir þeir, sem grípa til sverSs, munu farast fyrir sverSi.“
Ég þykist ennfremur vita, aS ekki þurfi aS minna forseta Bandaríkj-
anna á þaS, aS þessa áminningu meistarans sé honum óhætt aS skilja
alveg bókstaflega, því aS hún túlkar hiS stundum hvimleiSa lögmál
orsaka og afleiSinga, sem hvarvetna ríkir í tilverunni og enginn, hvorki
hár eSa lágur, fær undan flúiS: allir þeir, sem grípa til sverSs, munu
farast fyrir sverSi.
Ef sú hugrenning skyldi hvarfla aS forsetanum, á móti öllum vonum,
aS hann fái skotiS sjálfum sér og þjóS sinni undan þessu lögmáli meS
sterkri atómsprengju, þá ætti hann aS rifja þann sannleika upp fyrir
sér, aS Drottinn á í sínum forSabúrum atómsprengjur, sem eru miklu
máttugri en þær atómsprengjur, sem nokkurntíma verSa búnar til í
verksmiSjum Ameríku eSa á nokkru öSru kontínenti jarSarinnar. Og
þótt hann kasti þeim kannski ekki sama daginn og fluggarpar Banda-
ríkjanna útbyrSa sínar, þá mun hann vissulega ekki gleyma þessum
vinum sínum, því aS GuS borgar stundum seint, en undantekningar-
laust skilvíslega. Og þaS er enginn von um, aS verSbréf hans falli, svo