Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 54
Bernard Shaw við skrifborð sitt.
Bernard Shaw kom fram á sjónarsviðið um þær mundir sem morgunroða hinnar
nýju aldar bar við ský. Á sviði bókmenntanna voru hinir yngri rithöfundar sem
óðast að brjótast úr viðjum Viktoríutímabilsins. Nýjar stefnur í listum og bók-
menntum voru uppi, leitin að nýjum formum og nýjum hugmyndum um tilgang
lista, kjörorðið „listin vegna listarinnar“ var hæst á baugi. Kenningar Marx og
-annarra brautryðjenda sósíalismans og þjóðfélagsvísinda ruddu sér til rúms meðal
hinna yngri menntamanna. Shaw sá í kenningtim sósíalismans leiðir til þess að lag-
færa hina stóru þjóðfélagsmisbresti og hið margfalda böl alþýðu, sem hvarvetna
blasti við honum í þjóðfélaginu. Leikrit hans urðu honum aðferðin til þess að
koma hinum nýju hugmyndum á framfæri. Hann hafnaði þegar öllum kenningum
um listina vegna listarinnar, en krafðist listarinnar fyrir lífið. Hann réðst í leik-
ritum sínum á misbresti þjóðfélagsins og á hugmyndir samtíðarinnar um siðgæði
sem annað og tætti þær í sundur með hvassleika háðs síns. Hann reyndi að tala
um fyrir ríkjandi stéttum og fá þær til þjóðfélagsbreytingar með röksnilld sinni.
Ifann áleit nauðsynlegt, svo að til sín heyrðist, að kasta yfir sig skikkju trúðs-
ins, færa hugmyndir sínar, þrungnar alvöru og umhyggju fyrir velferð mannkyns-
ins, í form spaugs og gáska. „Til þess að fá áheyrn,“ segir hann, „var nauðsynlegt
fyrir mig að öðlast stöðu vitfirrings, er sérréttinda nýtur, með leyfisbréf trúðs-
ins ... Aðferð mín er að leggja mig allan í framkróka til að finna, hvað rétt er að
segja, og segja það síðan af sem allra mestri léttúð. Og alltaf er hið spaugilega
það, að mér er alvara.“ Utkoman varð því sú, að þótt leikrit Shaws hafi hlotið
mikla frægð og eflaust fengið nokkru áorkað um áhugamál hans, varð hann í