Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 59
THOR.VILHJÁLMSSON:
Maðnrinn frá Mars
i
Hann mundi ekki neitt.
Hann var að ganga um fjölfarna götu þegar hann mætti henni.
— Pedro, sagði konan.
— Hver, sagði hann.
— Pedro, sagði konan.
— Þú ert falleg, sagði hann og horfði í djúp augu hennar.
— Hvað er að þér, sagði hún, hvað hefur komið fyrir þig.
Hann þagði og horfði í augun og hugsaði: Hvar hef ég séð þessa
konu áður, en mundi það ekki. Hún horfði á hann um stund með ótta
í augunum. Svo sagði hún: komdu.
Hann horfði út í bláinn unz hún tók varlega í hönd honum og hann
fann heitan lófa hennar lykja um hönd sína og lét hana leiða sig burt.
Hann horfði svo beint fram fyrir sig og reyndi að finna leið gegn-
um þykka þokuna sem fyllti vitund hans að svari þeirrar spurningar:
hvar hef ég séð þessa konu áður.
Hún leit á hann við og við áhyggjufull, virti hann snögglega fyrir
sér í hvert sinn. Hún sagði: Pedro, ástin mín, hvað hefur komið fyrir.
Þegar hann vaknaði um morguninn var hann staddur í litlu herbergi
sem hann þekkti ekki og sólin skein inn um gluggann svo að geislar
hennar dönsuðu fjörlegan dans á gólfinu. Konan lá sofandi við hlið
hans og hvítur armur hennar var yfir brjóst hans.
Hann lá grafkyrr og horfði upp í loftið og hugsaði: Ég elska þessa
konu en hvar hef ég séð hana áður.
En hann mundi ekkert. Ekkert nema það að hann hafði mætt kon-
unni kvöldið áður á fjölfarinni götu og hún hafði tekið í hönd hans
og sagt: komdu. Og nú svaf hún þarna við hliðina á honum í rúminu.
Þegar hún vaknaði hvíslaði hann án þess að horfa á hana: Þú ert
falleg. Þú ert góð. Ég elska þig.
Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951
4