Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 59
THOR.VILHJÁLMSSON: Maðnrinn frá Mars i Hann mundi ekki neitt. Hann var að ganga um fjölfarna götu þegar hann mætti henni. — Pedro, sagði konan. — Hver, sagði hann. — Pedro, sagði konan. — Þú ert falleg, sagði hann og horfði í djúp augu hennar. — Hvað er að þér, sagði hún, hvað hefur komið fyrir þig. Hann þagði og horfði í augun og hugsaði: Hvar hef ég séð þessa konu áður, en mundi það ekki. Hún horfði á hann um stund með ótta í augunum. Svo sagði hún: komdu. Hann horfði út í bláinn unz hún tók varlega í hönd honum og hann fann heitan lófa hennar lykja um hönd sína og lét hana leiða sig burt. Hann horfði svo beint fram fyrir sig og reyndi að finna leið gegn- um þykka þokuna sem fyllti vitund hans að svari þeirrar spurningar: hvar hef ég séð þessa konu áður. Hún leit á hann við og við áhyggjufull, virti hann snögglega fyrir sér í hvert sinn. Hún sagði: Pedro, ástin mín, hvað hefur komið fyrir. Þegar hann vaknaði um morguninn var hann staddur í litlu herbergi sem hann þekkti ekki og sólin skein inn um gluggann svo að geislar hennar dönsuðu fjörlegan dans á gólfinu. Konan lá sofandi við hlið hans og hvítur armur hennar var yfir brjóst hans. Hann lá grafkyrr og horfði upp í loftið og hugsaði: Ég elska þessa konu en hvar hef ég séð hana áður. En hann mundi ekkert. Ekkert nema það að hann hafði mætt kon- unni kvöldið áður á fjölfarinni götu og hún hafði tekið í hönd hans og sagt: komdu. Og nú svaf hún þarna við hliðina á honum í rúminu. Þegar hún vaknaði hvíslaði hann án þess að horfa á hana: Þú ert falleg. Þú ert góð. Ég elska þig. Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.