Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 60
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Svo snéri hann sér að henni, horfði í augu hennar og þegar hann byrjaði að sökkva í þau, hvíslaði hann: Hver ertu. — Pedro, sagði hún. Pedro, hvað hefur komið fyrir þig. — Ég er konan þín. II Hann skreið áfram á kviðnum í gegnum kjarrið unz hann kom að staðnum sem merktur hafði verið á kortinu tákninu X. Þá leit hann á klukkuna og sá að hún var 1305. Eftir 20 mínútur átti það að byrja. 13 °5, hugsaði hann svo og þá datt honum snöggvast í hug hvernig ver- ið hafði á þessum tíma sunnudagana fyrir þrem mánuðum síðan, hann hafði setið við eikarborðið og Juanita hafði setið á móti honum og þau voru tvö ein og stundum varð þeim litið hvort á annað og horfð- ust í augu og sukku hvort í annað og fundu að þau myndu alltaf vera eitt og aldrei fengi neitt skilið þau. Þegar hann fór til að berjast höfðu þau verið gift tvo mánuði. Hún hafði ekki grátið þegar hún kvaddi hann en hafði staðið þögul og horft á eftir lestinni þangað til ekkert var eftir nema endurminningin um högg hennar á ísgráum teinum eins og helkaldur draugshlátur. Fólkið var farið af brautarstöðinni og svo fór hún líka en gekk hægt og tók ekki eftir neinu sem var umhverfis hana. Það var eins og vitund hennar hefði farið frá henni með lest- inni með honum, manninum sem hún elskaði. Svo fór hún heim í tómt hús sitt og þar var fólk en það var tómt, tómt, hræðilega tómt. Hún hafði farið upp í svefnherbergi sitt og hafði grátið þangað til svefninn hafði sópað henni burt af því tilverustigi sem er vaka en þyrlað henni um svimandi ómælisvíddir martraðarkenndra draumskynjana unz hún vaknaði við neyðaróp sjálfrar sín og grét meira ein í myrkrinu. Slíkar hugsanir liöfðu skotizt um vitund hans þar sem hann lá þarna og beið unz hann sá að nú var klukkan 1315 og hann vaknaði af þessum þönk- um sem höfðu fyllt hug hans og mundi að það átti bráðum að byrja og lá kyrr og fann hjarta sitt slá við jörðina undir sér eins og það væri að reyna að sprengja hjúp hennar og grafa honum þar með gröf. Hann var kaldur, snöggvast kom hann við enni sitt með fingurgómum sínum til að finna þá og þeir voru eins og frammjóar járntengur sem geymd- ar hefðu verið í frystihúsi eða eins og viðmót stærðfræðikennara. Svo voru tvær mínútur eftir og honum fannst æðarnar ætla að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.