Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 64
54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og dagur rís ekki, nótt yfir hvítum borðum
í salnum ómældum allir horfnir burtu,
einn meðal margra í þögninni í ærandi hljómi
dynjandi hljómsveitar dansandi fóta í speglum,
dansandi í speglunum sömu og löngu áður
eitt sinn kvöld fyrir löngu. Allt annað
annað.
Allt annað, og ekkert, og allt. Um ófærar leiðir
um angist um dauða um sárustu nauð um líf
um tímann kyrran og sjálfsauðnin sniglast um vegginn,
um sjálfan þig glataðan, hvítan vegginn í apríl —
um hvað? ertu kominn í salinn þann sama og áður.
Og sama hvert horft er er leikurinn æstur sem fyrr,
leikur manns við sjálfs sín eyðingu og sjálfs sín
saklausan dauða. O dauði og líf á kvöldi —•
löngu löngu tárugu, tærðar hendur
tóbaksgular, og beðið lífs síns og æru
og allt í kringum kalt og iðandi og hvítt og
konan borgin hafið unz ljósin slokkna.
*
Að kvíða engu, vilja ekki, vera aðeins,
vera eitt kvöld og finna og sjá og hlusta
og muna um haust
að hafa beðið í rauðu
herbergi fullu af ljósi í þykkum teppum,
að gleyma, að treysta að tíminn renni sem bíll í
trúnaði barna um óaleg stræti að nótt
hálfnaðri, sitja og hlusta á regnið í víðu
húsi til fjalla, að skilja allt eftir að baki
ónýtt hið liðna, hið nýja góða sem gerist
gerist núna og hér (að finnast aftur: