Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 66
GEIR KRISTJÁNSSON:
Morgunn
Tveir menn stönzuðu á vegarbrúninni og töluðu um veðrið.
Annar var að koma með fisk í soðið, og sólskinið flökti tilviljunar-
kennt á steinum og húsum eins og krakki væri að leika sér að spegli.
Þetta var í morgunsárinu, og þeir köstuðu löngum og renglulegum
skuggum í vestur eins og kvistótt prik.
Það mátti sjá á andlitum þeirra, hve nákvæmlega þeir vógu orðin, og
hvor þeirra um sig hlustaði með athygli á það, sem hinn hafði að segj a.
Það var eins og þeir skynjuðu með bökunum að fólk í grenndinni mundi
hugsa: þarna standa þeir Vigfús og Jónatan og ræðast við.
Þannig er það, þegar maður er frægur fláningsmaður og þekkt hnísu-
skytta í heilli sýslu.
hann mundi ennþá, hvað honum hafði brugðið þægilega við, þegar
hann slátraði lambinu fyrir hana Ásrúnu gömlu í gærkvöldi, og hún
sagði við stráka sína: „Reynið þið nú að sjá, hvernig hann Vigfús fer að
þessu og læra af honum.“ Hún kallaði hann Vigfús en ekki Fúsa eins og
flestir höfðu kallað hann hingað tik Sumir kölluðu hann Fúsa með vettl-
ingana, og þá varð hann reiður, því það var uppnefni.
Húsið hans Jónatans var skuggamegin í hlíðinni, einlyft timburhús,
og hann hafði byggt steinsteypuskúr útúr því miðju. Jónatan hafði haft
mikið uppúr sér eins og allir, sem réru í stríðinu. Þeir, sem ekki þénuðu
nóg fyrir nýju húsi, létu sér nægja að byggja skúr útúr því gamla. Þann-
ig voru í þorpinu hús með alltað því þrem skúrum í ýmsar áttir og úr
ýmsum efniviði —
Hann horfði á húsið hans Jónatans meðan hann talaði, rúðurnar
sýndust svartar vegna þess að það stóð skuggamegin í hlíðinni og þess
vegna bar svo mikið á því, hvað gluggatjöldin voru hvít. Síðan hann fór
að búa með Elínu var alltaf hvítt fyrir gluggunum. Sjálfur bjó maður