Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 68
58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nýjar grindur í sláturdilkana. Þar mundi hann svo standa frá klukkan
7 á morgnan* til 6 á kvöldin, gólfið mundi flóa í vatni, og hann mundi
bylta dauðum kindaskrokkum á stólnum sínum, gera skinnsprettur á
bógunum og fletta af þeim gærunni, það mundi vera járnaglam uppi í
loftinu, þar sem þeir rynnu burt í krókunum og sláturhússtjórinn mundi
stanza hjá honum, reka fingurinn í einn skrokkinn og segja: „Það er
sosum engin handarskömm að kroppunum hjá honum Vigfúsi“, eða
„þeir eru sosum ekki himnurifnir skrokkarnir hjá honum Vigfúsi“ eða
„hann Vigfús er nú ekki að káma niður kroppana.“ Það var búið að
setja upp hausarennuna og hornaklippingarsaxið, og búið að halda upp-
boð á gömlu kjöti.. . .
maður ætti að láta Jón í Brattagerði smíða fyrir sig skutul fyrir vet-
urinn, blóðugt að missa þennan stóra í vor!
Hann hafði skotið á djöfsa og rispað hann eitthvað í hálsinum svo
hann stóð í klukku. Það var hægt að róa að honum, þar sem hann
tróð marvaðann með spikið niðrá trýni, en svo gengur skutulandskot-
inn ekki í hann, og þarna skutlar maður og skutlar, þangað til hann
sekkur undir bátinn og sést ekki meir....
— Ef hún móðir þín skyldi einhvern tíma hafa lyst á pokönd í
súpu. .. ., segir maður við Vigfús og deplar öðru auganu. .. .
— Já, Jónatan, svarar hann og dinglar fiskinum, já, Jónatan, og ef
þú þyrftir að lóga lambi, skyldi maður ljá þér handtak. .. .
Þannig stóðu þeir í tvær mínútur og töluðu um veðrið.
Nóvember ’50.