Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 69
JOHNJ. ESPEY:
Bófadrottningin
i
Götukrakkarnir voru mér og systur minni, sem var þremur árum
eldri en ég, sífellt þyrnir í augum. Hópur flökkubarna, rúmlega tuttugu
að tölu, óð um borgarhverfið og hafði í frammi hvers kyns óknytti:
kastaði grjóti yfir síkið og bambusgirðinguna umhverfis garðinn
kringum trúboðasetrið heimili okkar og atti saman blendingsrökkun-
um á götunni; ef ekkert þessara skemmtiatriða var tilkippilegt flugust
krakkarnir á af miklu grimmdaræði, einungis til að viðhalda íþróttinni.
Hefðu japönsku hermennirnir reynt að taka þennan hluta Sjanghaj-
borgar með áhlaupi, í stað þess að skjóta á hann úr langdrægum fall-
byssum og varpa yfir hann úr lofti flugsprengjum og íkveikjum, mundi
ég hafa þorað að veðja hverju sem vera skal, og að öllu óreyndu, að
hin uppvaxandi kynslóð hefði hrakið þá alla sem einn út í Vangpú-
fljótið og hrækt beint í augun á þeim í sama vetfangi og þeir hefðu
sokkið í þriðja og síðasta sinn. Götukrakkarnir á minni tíð mundu hafa
leikið sér að þessu á einni kvöldstund og ráðizt síðan kátir og ákafir á
hálftómar hrísgrjónaskálar sínar morguninn eftir.
Þessi flökkukrakkaflokkur hafði fyrir leiðtoga unga villta valkyrju
sem við kölluðum bófadrottninguna. Aðeins í eitt skipti var foringja-
tign hennar skákað. Annað villidýr, mjaldurshvít stelpa, gerði innrás í
hverfið, hrifsaði til sín völdin og hélt þeim í sex daga. Við sáum hana
í fararbroddi flokksins æðandi eftir götunni hinum megin við síkið,
gul hárin risu á höfði hennar og hálflukt augun hvimuðu eftir bráð.
Bófadrottningin sást hvergi. Aðfararnótt hins sjöunda dags vöknuðum
við systkinin við tryllingsleg org handan við síkið. Að morgni var
bófadrottningin aftur tekin við forustunni. Annað veit ég ekki hvað
gerðist, en mjaldurshvítu stelpuna sá ég aldrei framar. Þetta ætti að