Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 74
64 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skeið, en á viku fresti í næstu tíu vikur fór matsveinninn með poka af hýðislausum hrísgrjónum inn í Mórberjagötu. III Nú kemur móðir mín til skjalanna. Hún hafði gifzt inn í öldunga- ráðskirkjuna, en hún var fædd í skírarasöfnuði og hafði með skírninni á barnsaldri öðlazt trú á gæzku mannshjartans og þeirri trú hafði margra ára samfélag við öldungaráðskirkjuna ekki getað haggað. Móður okkar þótti sem götukrakkarnir hlytu að vera tilvalið verk- efni fyrir hið kristilega takmark barna hennar. Hún fullyrti við okkur að götukrakkarnir væru ekki vond börn í eðli sínu. Þau lifðu erfiðu lífi við þröngan kost, útilokuð frá allri fegurð. Þau hefðu ekki ráðizt á blómin okkar af eintómri skemmdarnáttúru. í hverri sál bjó fegurðar- þrá sem krafðist fullnægingar, þessa fullnægingu fengu götubörnin með því að tína — tína, ekki stela — blóm okkar. En nú vildum við ekki láta götubörnin taka blóm okkar, hvað áttum við þá að gera? Hið bjarta ljós sakleysisins rann upp fyrir okkur, við hrópuðum bæði í einu: Þau þurfa sjálf að eignast blóm! Móðir okkar brosti samþykkjandi að þessum vísi til samúðar. Ágætt, en hvernig áttu þau að fara að því að eignast blóm? Við hikuðum en gullum svo við: Við skulum gefa þeim blóm. Móðir okkar ljómaði. Smátt og smátt kom hún inn hjá okkur hug- myndinni: Fyrst söfnuðum við að okkur um þrjátíu tinkönnum og blómapottum. Síðan gróðursettum við í þessum ílátum beztu plönturn- ar sem við gátum fengið. Dag eftir dag þetta vor vökvuðum við mold- ina og hlynntum að frjóöngunum og fylgdumst með vexti þeirra. Snemma um sumarið áttum við um tuttugu vænar plöntur: geraníur dvergrósir næturfjólur liljur. Og eftir því sem plönturnar uxu urðu fyrirætlanir okkar umfangsmeiri. Þetta átti aðeins að vera upphafið. Við ætluðum að leiða götubörnin hægt en öruggt til guðs. Við ætluð- um að rækta sálir þeirra af alúð, við ætluðum að stofna handa þeim sunnudagaskóla og kenna þeim þar náungans kærleika. Að lokum mundu götubörnin, hrein á líkama og sál, hætta að gösla um borgar- hverfið en ganga eftir Mórberjagötu undir forustu okkar systkinanna syngjandi: Fram hermenn Krists . .. á kínversku, og við mundum snúa mörgum sálum til guðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.