Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 79
ÁSGEIR HJARTARSON: Leiklist í Reykjavík II Virkir dagar í síðasta árgangi tímaritsins var nokkuð skýrt frá vígslu Þjóðleikhússins og leikritunum sem þá voru sýnd, en segja má að hátíðabragur hafi hvíft yfir starfi leikhússins afft frá vígsludegi og fram á sumar. Daglega mátti líta langar biðraðir við dyrnar, allir vildu sjá leik- húsið og skoða, og urðu víst fæstir fyrir vonbrigðum; eitt af leikritunum þrem- ur, „íslandsklukkan“, hefur átt örari að- sókn og meiri vinsældum að fagna en nokkurt leikrit annað á landi hér. Þess- um hátíðisdögum lauk í raun og veru með komu sænsku óperunnar og sýn- ingum hennar á „Brúðkaupi Figarós" síðast í júní. Söngur og leikur hinna frægu gesta vakti óskipta hrifningu og gleði allra sem heyrðu og sáu, fáguð sýning og samstillt svo að af bar, stíl- hrein og fögur. Sumarið leið, og með hausti hóf leik- húsið sýningar að nýju. Hátíðin var lið- in og nýr tími setztur að völdum, önn hins virka dags. Hvernig hefur hinu unga leikhúsi farnazt á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru síðan? Eru stjórn þess og starfsmenn vandanum vaxnir, hvemig hefur þeim tekizt að sinna hinu mikil- væga hlutverki sínu? Þannig mun margur spyrja, og mjög að vonum. Þeim spurningum verður ekki svarað að sinni til neinnar hlítar, enda enn of skammur tími liðinn til þess að sanngjarnt sé að dæma um þau mál, og ókunnugt er okkur áhorfendum um fjárhag leikhússins, rekstur og dagleg störf. En því er ekki að neita að gengi þess hefur minna orðið en vonir stóðu til í fyrstu. Sýnd hafa verið fimm leikrit auk „Islandsklukkunnar", eitt íslenzkt og fjögur erlend, og aðeins eitt þeirra, fremur léttvægur gamanleikur, notið al- mennra vinsælda. Og þegar þetta er rit- að er ekki annað sýnna en leikhúsið eigi við margvíslegh og óvænta örðugleika að stríða: áætlanir virðast ekki standast, stundum er ekki leikið dögum saman, en hálftómir bekkir í stað biðraðanna forðum. Um leikhúskreppu, þetta ógeð- fellda fyrirbrigði sem enn er óþekkt hér á landi, er þó allt of snemmt að ræða, og vonir standa til að úr rætist áður en varir. Fálæti það sem bæjarmenn hafa sýnt Þjóðleikhúsinu síðustu vikurnar getur verið þeim sjálfum að kenna, eða jafn- vel hinum erfiðu tímum, en víst er að þeir eiga ekki sökina einir. Enn sem komið er hefur starfsemi leikhússins borið um of svip sómasamlegrar miðl- ungsmennsku, markvissa listræna við-, leilni virðist skorta á stundum, ákveðna stefnu, stórhug og áræði. Það er van- þakklátt starf og ærinn vandi að stjórna leikhúsi af hálfu ríkis og þjóðar, og enginn öfundsverður af þeirri stöðu; til þess þarf mikla þekkingu og stjóm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.