Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 80
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lægni, skarpskyggni eSa ratvísi, en framhjá öllum skerjum er engum fært að sigla. Það er vandasamara en flesta grunar að velja leikrit til sýninga, og hitt eigi síður mikilsvarðandi að kunna að nota til fulls þá krafta sem leikhúsið á yfir að ráða, en nokkur misbrestur virðist orðinn á hvoru tveggja. Einkis- nýt verk eða listsnauð hefur leikhúsið ekki flutt á þessu misseri, því fer fjarri, en heldur engin verulega nýstárleg eða stórbrotin. En verkefnin sýnast ótæm- andi hvert sem litið er — leikrit þau sem nú vekja mesta athygli í hinum stóra heimi og hezt spegla vandamál aldar- innar, eða sígild verk meistaranna, gleðileikir og harmleikir, sem vanræktir hafa verið fram til þessa af skiljanleg- um ástæðum. Hér skal mjög stuttlega skýrt frá hinum einstöku sýningum, en á eitt at- riði enn verður þó rétt að minnast: þýð- ingar leikritanna. Það er eitt af þremur meginhlutverkum Þjóðleikhússins lög- um samkvæmt „að vera til fyrirmyndar um meðferð íslenzkrar tungu“, en þýð- ingarnar bera þess ekki merki; virðist stofnað til þeirra af handahófi og allt of lítið til sumra vandað, tilsvör of stirð- leg eða fjarri góðu og lifandi íslenzku máli. Ur þessu getur leikhúsið bætt, þar gildir engin afsökun. Fyrsta leiksýning haustsins var „Ó- vænt heimsókn" eftir J. B. Priestley, hið víðkunna og snjalla enska skáld, en þetta leikrit hans var flestum áhorfend- um áður kunnugt af flutningi útvarps- ins. „Óvænt heimsókn“ er vægðarlaus ádeila á skipulag auðvaldsins, stefnu þess og siðamat, beinskeytt og áhrifa- mikil, en hvorki ýkt né ósanngjöm; mjög listrænt í sniðum og ber ríkan vott Óvænt heimsókn. Indriði Waage sem Goole lögreglufulltrúi. um skarpar gáfur og dramatíska hug- kvæmni skáldsins. En leikrit þetta naut sín ekki til fulls vegna þess að óheppi- lega var skipað í sum hlutverkin, sýn- inguna skorti heildarsvip og fullkomið samræmi. Leikstjóri var Indriði Waage og lék veigamesta og vandasamasta hlut- verkið, lögreglufulltrúann sem birtist óvænt á heimili hinnar auðugu fjöl- skyldu: hann er raust samvizkunnar, fulltrúi hinnar guðdómlegu réttvísi. Rökfastur og skýr var leikur Indriða og gerfi og framkoma með ágætum. Valur Gíslason dró upp sanna og ljóslifandi mynd hins harðdræga, ríka kaupsýslu- manns, og kvenhlutverkin tvö voru í góðum höndum þeirra Regínu Þórðar- dóttur og Hildar Kalman. „Pabbi“, hinn ameríski gamanleikur eftir Lindsay og Crouse, varð næst fyrir valinu, en leikur þessi naut fágætrar lýð- hylli í sínuheimalandi, enda saminn upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.