Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 82
72 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jón biskup Arason. — Jón Aðils sem Kristján skrijari. Iietjur sínar sönnu lífi. Hitt er fjarri öll- um sanni að saka skáldið um sögulegar falsanir, það víkur sízt oftar frá sögnum og sannreyndunt en eðlilegt má kalla og títt er í söguleikum. ,Jón biskup Ara- son“ fann ekki náð fyrir augum áhorf- enda, en rétt var og skylt að sýna þenn- an íslenzka leik þrátt fyrir galla hans. Til sýningarinnar var mikið vandað, tjöld og búningar smekkleg og litrík, og leikstjórn Haralds Björnssonar hefð- bundin, en mjög nákvæm og fáguð; og margir leikendanna fóru ágætlega með hlutverk sín, enda augljóst mál að ís- lenzkir leikarar njóta sín hvergi betur en í íslenzkum verkum. Valur Gíslason lék Jón biskup af miklum skilningi og þrótti, myndugur kirkjuhöfðingi, rétt- sýnn og mildur; Arndís Bjömsdóttir túlkaði ágæta vel ást og trygglyndi Helgu fylgikonu hans. Sannur og sterk- ur var Jón Aðils í gerfi Kristjáns skrif- ara, ísmeygilegur, samvizkulaus og kaldrifjaður, ef til vill hefur Jón aldrei leikið betur en í þetta sinn. Gestur Páls- son lýsti prýðisvel hugarstríði og hiki Marteins biskups, en hins vegar náði Brynjólfur Jóhannesson ekki nægum tökum á Daða í Snóksdal, enda er hann lakast úr garði gerður af hendi skálds- ins. Knud Sönderby var fulltrúi Dana á sviði leikhússins að þessu sinni, en hins má minnast að Danir eiga mesta leik- skáld sem nú er uppi á Norðurlöndum, Kjeld Abell, og virðist meiri ástæða til að sýna eitthvert af verkum hans. Leik- rit Sönderbys, „Konu ofaukið", naut mikillar hylli í Danmörku á stríðsárun- um, það er gott leikrit og rnjög athyglis- vert, en að vísu ekki gallalaust, þar er af næmum skilningi og þekkingu lýst al- kunnu og viðkvæmu máli: ógæfu þeirri sem ást hinnar ráðríku og valdasjúku móður leiðir yfir börn hennar og hana sjálfa. Arndís Björnsdóttir lék þessa gæfusnauðu, eigingjörnu og veikluðu konu á tilkomumikinn og átakanlegan hátt og lagði ríka áherzlu á hið mann- lega í fari hennar, innf jálgur leikur, ein- lægur og sannur frá upphafi til enda. Ungir leikendur fóru með hin minni hlutverk og að mörgu leyti vel, einkum Ilerdís Þorvaldsdóttir; Klentens Jóns- son vakti athygli sem flækingurinn vit- skerti, og hefur ekki leikið jafnvel áður. Leikstjórnargáfur Indriða Waage nutu sín ágætlega í þessu leikriti, sýningin var mun heilsteyptari en „Óvænt heim- sókn“, hugstæðari og áhrifameiri. Það var gömul og vinsæl hefð í Leik- félagi Reykjavíkur að vanda sérstaklega til frumsýninga sinna á öðrum degi jóla, og þá venju hefði Þjóðleikhúsið ekki átt að brjóta. En þennan dag var „Söng- bjallan" sýnd, ein af jólasögum Charles
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.