Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 82
72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Jón biskup Arason. — Jón Aðils sem
Kristján skrijari.
Iietjur sínar sönnu lífi. Hitt er fjarri öll-
um sanni að saka skáldið um sögulegar
falsanir, það víkur sízt oftar frá sögnum
og sannreyndunt en eðlilegt má kalla og
títt er í söguleikum. ,Jón biskup Ara-
son“ fann ekki náð fyrir augum áhorf-
enda, en rétt var og skylt að sýna þenn-
an íslenzka leik þrátt fyrir galla hans.
Til sýningarinnar var mikið vandað,
tjöld og búningar smekkleg og litrík, og
leikstjórn Haralds Björnssonar hefð-
bundin, en mjög nákvæm og fáguð; og
margir leikendanna fóru ágætlega með
hlutverk sín, enda augljóst mál að ís-
lenzkir leikarar njóta sín hvergi betur
en í íslenzkum verkum. Valur Gíslason
lék Jón biskup af miklum skilningi og
þrótti, myndugur kirkjuhöfðingi, rétt-
sýnn og mildur; Arndís Bjömsdóttir
túlkaði ágæta vel ást og trygglyndi
Helgu fylgikonu hans. Sannur og sterk-
ur var Jón Aðils í gerfi Kristjáns skrif-
ara, ísmeygilegur, samvizkulaus og
kaldrifjaður, ef til vill hefur Jón aldrei
leikið betur en í þetta sinn. Gestur Páls-
son lýsti prýðisvel hugarstríði og hiki
Marteins biskups, en hins vegar náði
Brynjólfur Jóhannesson ekki nægum
tökum á Daða í Snóksdal, enda er hann
lakast úr garði gerður af hendi skálds-
ins.
Knud Sönderby var fulltrúi Dana á
sviði leikhússins að þessu sinni, en hins
má minnast að Danir eiga mesta leik-
skáld sem nú er uppi á Norðurlöndum,
Kjeld Abell, og virðist meiri ástæða til
að sýna eitthvert af verkum hans. Leik-
rit Sönderbys, „Konu ofaukið", naut
mikillar hylli í Danmörku á stríðsárun-
um, það er gott leikrit og rnjög athyglis-
vert, en að vísu ekki gallalaust, þar er
af næmum skilningi og þekkingu lýst al-
kunnu og viðkvæmu máli: ógæfu þeirri
sem ást hinnar ráðríku og valdasjúku
móður leiðir yfir börn hennar og hana
sjálfa. Arndís Björnsdóttir lék þessa
gæfusnauðu, eigingjörnu og veikluðu
konu á tilkomumikinn og átakanlegan
hátt og lagði ríka áherzlu á hið mann-
lega í fari hennar, innf jálgur leikur, ein-
lægur og sannur frá upphafi til enda.
Ungir leikendur fóru með hin minni
hlutverk og að mörgu leyti vel, einkum
Ilerdís Þorvaldsdóttir; Klentens Jóns-
son vakti athygli sem flækingurinn vit-
skerti, og hefur ekki leikið jafnvel áður.
Leikstjórnargáfur Indriða Waage nutu
sín ágætlega í þessu leikriti, sýningin
var mun heilsteyptari en „Óvænt heim-
sókn“, hugstæðari og áhrifameiri.
Það var gömul og vinsæl hefð í Leik-
félagi Reykjavíkur að vanda sérstaklega
til frumsýninga sinna á öðrum degi jóla,
og þá venju hefði Þjóðleikhúsið ekki átt
að brjóta. En þennan dag var „Söng-
bjallan" sýnd, ein af jólasögum Charles