Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 89
.ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951
79
•álfu, hefur hún ekki hræðzt erfiðleika og þjáningar. Æðrulaust höfum vér snúizt
gegn andstreyminu og höfum aldrei ósigur beðið. Vér munum heldur ekki nú
bíða ósigur, jafnvel þótt vér stöndum einir. En vér verðum að játa allan sannleik-
•ann og búast við fárveðrum. Sannleikurinn er ljótur. Vér munum taka á móti
honum með bænagerð og hugrekki.“
RæSa Josephs Patricks Kennedys
Nokkru eftir að Herbert Hoover hafði flutt ofanskráða ræðu í útvarp í Banda-
ríkjunum, talaði Joseph Patrick Kennedy, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í
Lundúnum, í Charlottevilleháskólanum í Virginíufylki. Honum fórust orð á þessa
leið:
„Fyrsta atriðið, sem framkvæma verður, er að hverfa á brott frá Kóreu svo og
öllum öðrum stöðum Asíu, sem vér ætlum ekki að hafa á valdi okkar okkur til
varnar, eftir að vér höfum vegið og metið alla möguleika. Slík stefna felur það í
sér, að vér veljum sjálfir orustusviðið á Kyrrahafi, ef vér verðum neyddir til að
berjast, og að valið sé ekki háð pólitískum og stefnulegum sjónarmiðum, sem
standa ekki í neinu sambandi við okkar eigin vamir. Því næst verður að beita
sömu meginreglu í Evrópu. Það er í dag með öllu þýðingarlaust að tala um
möguleikann á að verja Elbu- eða Rínarlandamærin. Efi hinar veikluðu þjóðir
Evrópu vilja varðveita þessi landamæri og sýna það, að þær eru fastráðnar í að
varðveita þau, þá gætum vér veitt þeim nokkra hjálp. En það væri hinn mesti fá-
vitaháttur að beita vopnum okkar og mannafla í hemaðarlegu ævintýri.
Þér ættuð að bera saman milljarðana, sem vér höfum fengið þessum löndum
til umráða, við þá hjálp, sem þau veita oss í Kóreu. Síðustu skýrslur leiða í Ijós
ákaflega tilkomumikinn viðskiptajöfnuð:
Stóra-Bretland: Veitt og viðtekin hjálp: 5.861 milljón dollarar síðan heims-
styrjöldinni lauk og 30.387 milljónir dollara á stríðsárunum að viðbættum 2 millj-
örðum árið 1951.
Frá þessu landi barst þessi hjálp í Kóreu: Landher, 6000 manns, 1 flugvéla-
móðurskip, 4 herskip, 1 flugbátur, sjö tundurspillaeyðarar, 8 freigátur.
Frakkland: Veitt og viðtekin hjálp: 2.581 milljón dollara í styrjöldinni, 3.717
milljónir dollara eftir stríðið, að viðbættum 3.170 milljónum dollara hjálp, sem
veitt verður árið 1951.
Hjálp Frakklands í Kóreu: 1 sveit fótgönguliða, 1000 manns, 1 hraðskip og
læknislyf.
Holland: Veitt og viðtekin hjálp: 145 milljónir dollara í stríðinu og 1021
milljón dollara eftir stríðið.
Hjálp Hollands í Kóreu: 630 fótgönguliðar og einn tundurspillaeyðari.
Belgía: Veitt og viðtekin hjálp: 680 milljónir dollara í stríðinu og 599 milljónir
dollara eftir 1945.
Hjálp Belgíu í Kóreu: ein fótgönguliðssveit, 1000 manns, flutningaflugvélar og
400 tonn af sykri.