Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 92
82 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ríki Norður-Ameríku ruddalegri bolabrögðum til að kúga fylgiríki sín til hlýðni við sig en dæmi eru til í sögu þeirra. I þrjár vikur háði Bandaríkjastjórn harða haráttu við fylgiríki sín til að fá þau til að samþykkja tillögu um, að Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu Kína sem árásaraðila. Það er upphaf þessa máls, að hinn 6. janúar sendi Bandaríkjastjórn 22 ríkjum innan Sameinuðu þjóðanna orðsendingu, þar sem þess var krafizt, að Kína yrði lýst sannað að sök um árás, að þessi ríki slíti öll viðskiptabönd við Kína og stjómmálasamband, þar sem um slíkt sé að ræða. Orðsending þessi barst hinum bandarísku fylgiríkjum um það leyti, er sam- veldislöndin brezku háðu með sér ráðstefnu í Lundúnum, enda virðist tilgangur orðsendingarinnar hafa m. a. verið sá, að sundra þeirri ráðstefnu. I fyrstu lotu tóku nálega öll ríki Atlanzhafshandalagsins orðsendingunni fálega, svo ekki sé meira sagt, en Asíuríkin snerust flest öndverð gegn henni. Þau sáu sem var, að Bandaríkin sigldu fullum seglum út í styrjöld við Kína, og ekkert þeirra var búið til slíkra stórræða. Af Norðurlandaríkjunum tók þó Svíþjóð ein þvert fyrir að sinna orðsending- unni, en Noregur og Danmörk tvístigu meðan þau þekktu ekki hug Englands all- an. Meðan á samveldisráðstefnunni stóð og nokkra stund þar á eftir spyrnti brezka stjórnin við broddunum á móti bannfæringu Kína. Samveldisráðstefnan sendi stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna tillögu um að koma á vopnahléi í Kóreu, síðan skyldi stefnt til ráðstefnu með fulltrúum Kína, Bretlands, Banda- ríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna til að ræða um öll Asíumálin í heild, þ. á. m. Formósumálið og friðarsamninga við Japan. Tillaga þessa efnis var síðan send Pekingstjórninni, og svaraði hún með gagntillögum hinn 17. janúar. Tillögur hennar voru í stuttu máli þessar: Samningar fari fram á þeim grundvelli, að allir erlendir herir verði fluttir á brott úr Kóreu, en Kóreubúar skipi sjálfir málum sínum. Rætt verði um brottflutning bandarískra herja frá Formósu og ameríska flotans af Formósusundi. Kína, Ráðstjórnarríkin, Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Indland og Egyptaland taki þátt í ráðstefnunni. Kínverska alþýðulýðveldið verði viðurkenndur aðili að Sameinuðu þjóðunum. Það er ef til vill ekki úr vegi að geta þess, að Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir, áður en hann hafði lesið sjálfa orðsendingu Peking- stjórnarinnar og hafði ekki við annað að styðjast en ófullkomin blaðaummæli, að Pekingstjórnin hefði hafnað öllu samkomulagi. Slík framkoma þykir ekki kurteisi í samskiptum ríkja. En í þessu tilfelli var framferði Bandaríkjastjómar ábyrgðar- laust með öllu, í máli, sem varðað gat líf eða dauða heimsfriðarins. En Banda- ríkjastjórn vildi hafa hraðan á til að hóa fylgiríkjum sínum saman í dilkinn og bæla niður mótþróa þeirra. Hinn 18. janúar lagði fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum fram tillögur í stjómmálanefndinni um sök Kína. Þær voru í meginatriðum á þessa leið: 1) Nefndin ályktar, að Alþýðulýðveldið Kína hafi gerzt sekt um árás. 2) Nefndin skorar á Alþýðulýðveldið að skipa hermönnum sínum og þegnum að hverfa á brott frá Kóreu og hætta hernaðaraðgerðum. 3) Nefndin staðfestir þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að halda áfram aðgerðum sínum í Kóreu gegn árásinni. 4) Nefndin kveður öll félagsríkin til þess að styðja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.