Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 96
86 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sig alla fram og framleiða vopn fyrir stríð í Evrópu, sem verður ekki í neinum skilningi styrjöld fyrir frelsi og lýðræði. Ekki svo að skilja, að það muni skipta nokkru máli, hvað ég muni gera persónulega. Eg skrifa þetta ekki af neinni trú á mikilvægi sjálfs mín, heldur vegna þess, að ég held, að mikið af því túlki það, sem margir góðir sósíalistar og lýðræðissinnar skynja nú með kal í hjarta, og vegna þess, að stundin er komin til að einhver segi það á prenti. Ég veit að vísu, að allmargir muni telja allt það, sem ég hef sagt, óskylt því, sem er mergurinn málsins. Þeir munu segja, að það sé svo mikilvægt Stóra-Bret- landi að vera inn undir hjá Bandaríkjunum og tryggja sér aðstoð Bandqríkjanna til að standast sóknarþunga Rússa í Evrópu, að allt annað sé hégómi, að vér verðum að gera allt, sem Bandaríkin segja okkur, fremur en eiga það á hættu að vinslit yrðu með okkur, að einangrunarstefna Bandaríkjanna mundi endurfæð- ast og það mundi með vissu skemmta Rússum. Ég vildi spyrja þá, sem fylgja þessari stefnu, hvort þeir ætlist til þess í raun og veru, að vér hljótum að fylgja Bandaríkjunum í blindni, jafnvel þegar stefna þeirra virðist ætla að steypa okkur út í styrjöld, í stað þess að afstýra styrjöld? Ég hygg, að það sé heimsins bezta von — og eina von Stóra-Bretlands — að afstýra nýrri styrjöld og vinna að sáttum á grundvelli heims, þar sem kommúnismi, kapítalismi og sósíalismi lifi hlið við hlið, líkt og kaþólskir menn og mótmælendur, eða Múhameðstrúarmenn og kristn- ir menn fengu búið saman fyrr á öldum. Vonin um að svo megi verða er í því fólgin, að afia mönnunum setugriða og gera allt sem við getum til þess að forðast fullkomna sundurlimun heimsins og fjandsamlega skiptingu í vopnaða flokka — en að slíkri skiptingu virðast Bandaríkin einmitt vera að keppa. Fyrir okkur mundi heimsstyrjöld að minnsta kosti verða lokaholskeflan. Það er því skylda lýðræðissinnaðra sósíalista að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bera klæði á vopnin milli hinna tveggja sóknarflokka heimsbyltingar og heimsauðvalds. „Þriðja aflið“ getur ekki nú orðið vopnað stórveldi: en það getur enn, ef það nýtur réttrar forustu af hálfu Breta, orðið Ijósri hugsun og heilbrigðri skynsemi mikil hjálparhella.“ Það er lítill vandi að gagnrýna þessa pólitísku játningu Coles prófessors, en það er ástæðulaust að gera það hér á þessum stað. En hún er svo merkilegt tím- anna tákn í brezkum stjórnmálum, að hún á skilið að fara víða. Cole talar hér fyrir munn þúsunda heiðarlegra sósíalista, sem hrýs hugur við þróun heimsmál- anna. I fimm ár hefur brezki Verkamannaflokkurinn stjómað hrezka heimsveld- inu. Flokkur, sem hefur hlotið slíkt pund, getur ráðið miklu um þróun heimsins. En Verkamannaflokkurinn kaus þann kostinn, sem þægilegri var, að fljóta sem fjöður á flaumi sögunnar í stað þess að andæfa. Því er nú svo komið málum, að Bretland og heimsveldi þess sogast æ lenga niður í hringiðu þeirrar styrjaldar, er Ameríka stefnir að. Verkamannaflokkurinn er þessa stundina haldinn slíkum þverbrestum, að lítið má út af bera, að hann ekki klofni. Játningargrein Coles prófessors er áþreifanlegasti votturinn um hina pólitísku kreppu og skoðana- klofning Verkamannaflokksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.