Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 97
JAMES RÖSSEL: Verður nóbelslauna Hver sænskur bókmenntafræðingur af öðrum lætur í ljós hrifningu af skáldsögum Halldórs Laxness. Fyrri helmingur af sögu Ljósvíkings- ins kom út á sænsku í haust er leið, og til vitnis um þær undirtektir sem hún fær birtum við hér ritdóm eftir James Rössel úr Aftontid- ningen 27. nóv. sl., en þar er fyrirsögnin hin sama og hér. Ritstj. I einni þessara smávegis blöskrunarlegu greina sem nóbelsverðlaun Bertrands Russells hafa hleypt af stað — að þessu sinni í „Frihet“ — lætur heimspekingurinn heimaalni, sem til hefur verið leitað, í það skína að vei;ðlaunahöfundurinn hafi vissulega hnoðað saman einstaka íhugunarverðum setningum, en að þessar smá- hugleiðingar hans, sem „við vandlega athugun" séu mjög einfaldar, hafi verið orð- aðar fullt eins vel af fjölda óverðlaunaðra innlendra hugsuða í alþýðlegu fræðslu- starfi, góðtemplarareglunni, æskulýðshreyfingunni o. s. frv. Nærri því eins hrífandi var (eða varð, því að hún hefði getaÖ orðið til óvart) hin gagnorða athugasemd rit- stjórnarinnar að VI — hún virðist hafa horfið í síðari útgáfunum — um verðlaun Williams Faulkners. Undir mynd sænska höfundarins sem komið hafði til tals, en hún náði yfir alla kápuna, stóðu tvö orð: „Verður nóbelslauna". Báðar þessar athug- anir, ef nota mætti það orð í svo annarlegri merkingu, koma prýðilega heim þegar dæma skal um ákveðinn höfund og það verk hans á sænskum bókamarkaði þessa árs sem skipar honum fortakslaust í röð fremstu keppenda um nóbelsverðlaun næstu ára; en það er íslendingurinn Halldór Kiljan Laxness og skáldsöguljóð (romandikt) hans Ljós heimsins, sem samið er 1937—40, en nú hefur verið þýtt. Eins og margir nóbelsverðlaunahöfundar, og eins og margir sniðgengnir meistarar sem betra áttu skilið, hefur Laxness sem sé boðað mjög einföld en mikil sannindi; eins og Ber- trand Russell hefur hann sýnt með því stórum mun meiri andlega hæfileika en þá sem venjulega töfra lesendur rita eins og „Frihet", „Folklig kultur“ og „Studie- kamraten". Og eins og Faulkner hefur hann langsamlega unnið til æðstu bók- menntaverðlauna sem hugsazt geta. Orðið „skáldsöguljóð“ (romandikt) á óvenjulega vel við þessa dýrðlegu bók. Ekki aðeins víddin á registri Halldórs í epísku og ljóðrænu lausu máli réttlætir þetta heiti, heldur einnig fjölbreytnin og spennan í skapgerð hans, sem veitir list- rænni skreytingu hans sömu birtu sem gullvefnaður og perlur fengu — að því er sagan segir — á vaðmálinu í brúðargjöf sænska höfðingjans. Skáldsögur Halldórs,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.